Fréttir & tilkynningar
Hvað er nú að frétta í skólanum

 Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 
 • 
 27. október 2025 
 
 Skólakór Grundaskóla kom fram á Þjóðahátíð sem haldin var síðastliðinn sunnudag í íþróttahúsinu á Vesturgötu við mikinn fögnuð áheyrenda.                                                                        Stjórnandi er Lilja Margrét Riedel.                                                                        Margrét Iðunn Benediktsdóttir lék á fiðlu.                                                            Tónleikarnir verða endurteknir seinna á önninni svo fleiri fái að njóta.
 

 Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 
 • 
 17. október 2025 
 
 Kæru foreldrar/forráðamenn                                                                             Næstkomandi mánudag 20. og þriðjudag 21. október er vetrarleyfi                                                              í Grundaskóla og fellur kennsla niður þessa tvo daga. Skólastarf hefst að nýju samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 22. október.                                                                             Samvera foreldra og barna er frábær forvörn og nú er einstakt tækifæri til að efla tengslin enn frekar. Það er alltaf hægt að njóta samverustunda með fjölskyldunni og hér má finna hugmyndir af margvíslegri afþreyingu sem börn og fjölskyldur geta notið saman heima við og utan dyra.                                                                             Við óskum fjölskyldum alls hins besta í vetrarleyfinu.                                                                             Kær kveðja,                       Starfsfólk Grundaskóla
 

 Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 
 • 
 3. október 2025 
 
 9. og 10. bekkur fór á Starfamessu Vesturlands í FVA í dag.                                                                        Um 40 fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynntu störf, starfsgreinar og menntunartækifæri fyrir nemendum.                                                                                        Markmiðið með messunni var að kynna fjölbreytt náms- og atvinnutækifæri á Vesturlandi og skapa beint samtal á milli nemenda og atvinnulífsins.                                                                                                               Frábært tækifæri fyrir nemendur til að kynna sér framtíðarmöguleika betur, bæði varðandi nám og störf.
 

 Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 
 • 
 19. september 2025 
 
 Á miðvikudaginn fóru nemendur í 7. bekk ásamt kennurum í Grundaskóla skógræktina að gróðursetja Birkitré. Þau skiptu niður verkum og hluti af hópnum reittu frá gras og tóku af dauðar greinar þar sem þurfti, aðrir stungu niður og gróðursettu ný tré. En nemendur eru búnir að fá fræðslu um sjálfbærni og hvernig á að hugsa um auðlindir okkar og náttúru.                                                                                         Við fengum plöntur úr Yrkjusjóði, Skógræktarfélag Íslands.                                                                                        Þetta verkefni er gert í framhaldi af náttúrufræðikennslu með Ingibjörgu Stefánsdóttur náttúrufræðikennara.                                                                                                               Hér koma nokkrar myndir af vinnunni þeirra:
 

 Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 
 • 
 16. september 2025 
 
 Það voru morgunhressir 9. bekkingar sem mættu galvaskir í gangbrautavörslu í morgun. Það er árgangur 2011 sem tekur nú við keflinu og sinnir þessu mikilvæga starfi í vetur.                                                                                        Skólinn er stoltur af nemendum sínum sem taka hlutverkið alvarlega og sýna að ungt fólk getur haft raunveruleg og jákvæð áhrif á samfélagið sitt – jafnvel áður en það hefur lokið grunnskóla.                                                                                                                         Við hlökkum til að fylgjast með þeim vaxa í hlutverkinu og vera fyrirmyndir fyrir yngri nemendur.
 

 Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 
 • 
 29. ágúst 2025 
 
 Nemendur 10. bekkjar fengu heimsókn í vikunni þegar rithöfundurinn og fyrirlesarinn Þorgrímur Þráinsson kom og flutti fyrir þau fyrirlesturinn                                          Verum ástfangin af lífinu.                                           Þorgrímur náði vel til krakkanna sem hlustuðu af athygli allann tímann.                                                                                        Í fyrirlestrinum fjallaði Þorgrímur um þau mikilvægu skilaboð að við uppskerum eins og við sáum. Hann ræddi við nemendur um fjölmörg mikilvæg málefni sem snerta ungt fólk, þar á meðal samskipti við vini og fjölskyldu, mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi og þá töfra sem felast í því að setja sér markmið.                                                                             Sérstaka áherslu lagði Þorgrímur á leiðir til að rækta hæfileika sína og takast á við kvíða, sem margir unglingar glíma við. Hann deildi dýrmætum ráðum um hvernig hver og einn getur orðið betri manneskja og náð lengra í lífinu með réttri hugarfarsbreytingu                                                                             Hver og einn taki ábyrgð á eigin hamingju og velgengni, enginn fái allt upp í hendurnar.                                                                                                  Við þökkum Þorgrími kærlega fyrir heimsóknina og vonum að hún hafi haft jákvæð áhrif á nemendur.
 

 Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 
 • 
 29. ágúst 2025 
 
 Nemendur í 8. -10. bekk fengu kynningu á námskeiðum sem boðið verður upp á í vali þessa önnina.                                                                                        Nemendur fengu tækifæri til að ræða við kennara um námskeiðin og var gaman að fylgjast með áhuga þeirra.                                                                                                               Það eru mörg spennandi námskeið í boði en þið getið kynnt ykkur framboðið hér á heimasíðunni.
 






































