Lestrarátak/keppni í Grundaskóla

Dagana 28. október til 11. nóvember sl.
Dagana 28.október til 11.nóvember var lestrarátak/keppni í Grundaskóla hjá 1.-7.bekk. Markmiðið átaksins var að hvetja til aukins heimalesturs.
Í ár var það 6.bekkur sem las mest eða 18.217 mínútur sem gera um 25 mínútur að meðaltali á hvern nemanda á dag.
Margir nemendur lögðu sig alla fram og í hverjum árgangi voru nokkrir nemendur sem sköruðu fram úr og lása allt upp í sexfalt meira en meðaltalið.
Eftir árgöngum voru það þessir nemendur sem lásu mest og eiga þeir hrós skilið:
1.bekkur - Ása Valdís Valdimarsdóttir
2.bekkur - Emil Andri Magnason
3.bekkur - Fjóla Andradóttir
4.bekkur - Rúrik Logi Ásbjörnsson
5.bekkur - Salóme María Sigurgeirsdóttir
6.bekkur - Agnes Anna Jóhannesdóttir
7.bekkur - Inga María Brynjarsdóttir
Ávinningur lestrar er mikill, hann m.a.
- Eykur orðaforða og hjálpar nemendum að tjá sig betur.
- Styrkir heilann – bætir einbeitingu, minni og skilning.
- Kveikir ímyndunaraflið og eykur sköpunargáfu.
- Bætir árangur í öllum námsgreinum því hann styrkir lesskilning.
- Eflir samkennd – við lærum að setja okkur í spor annarra í gegnum sögur.
- Hjálpar til við afslöppun og dregur úr streitu.
- Opnar dyr að nýjum heimum – fræðslu, ævintýrum og endalausri þekkingu.







