Lestrarátak/keppni í Grundaskóla

Heiða Viðarsdóttir • 24. nóvember 2025

Dagana 28. október til 11. nóvember sl.

Dagana 28.október til 11.nóvember var lestrarátak/keppni í Grundaskóla hjá 1.-7.bekk. Markmiðið átaksins var að hvetja til aukins heimalesturs.


Í ár var það 6.bekkur sem las mest eða 18.217 mínútur sem gera um 25 mínútur að meðaltali á hvern nemanda á dag.

 

Margir nemendur lögðu sig alla fram og í hverjum árgangi voru nokkrir nemendur sem sköruðu fram úr og lása allt upp í sexfalt meira en meðaltalið. 

 

Eftir árgöngum voru það þessir nemendur sem lásu mest og eiga þeir hrós skilið:

 

1.bekkur - Ása Valdís Valdimarsdóttir

2.bekkur - Emil Andri Magnason

3.bekkur - Fjóla Andradóttir

4.bekkur - Rúrik Logi Ásbjörnsson

5.bekkur - Salóme María Sigurgeirsdóttir

6.bekkur - Agnes Anna Jóhannesdóttir

7.bekkur - Inga María Brynjarsdóttir

 

Ávinningur lestrar er mikill, hann m.a.

  • Eykur orðaforða og hjálpar nemendum að tjá sig betur.
  • Styrkir heilann – bætir einbeitingu, minni og skilning.
  • Kveikir ímyndunaraflið og eykur sköpunargáfu.
  • Bætir árangur í öllum námsgreinum því hann styrkir lesskilning.
  • Eflir samkennd – við lærum að setja okkur í spor annarra í gegnum sögur.
  • Hjálpar til við afslöppun og dregur úr streitu.
  • Opnar dyr að nýjum heimum – fræðslu, ævintýrum og endalausri þekkingu.


Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 19. desember 2025
Starfsfólk Grundaskóla óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Kennsla hefst að nýju samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 6. Janúar. Jólakveðja Starfsfólk Grundaskóla
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 19. desember 2025
Það er alltaf nóg um að vera hjá okkur í skógræktinni í útináminu. Í þessari ferð vorum við að vinna með tugina í stærðfræðinni. Bjuggum til píluspjald og reyndum að fá sem flest stig.  Einning vorum við að leika okkur með garn og trjágreinar. Börnin njóta sín vel í þessari náttúruparadís sem skógræktin okkar er. Í nóvember var markaðurinn "Breytum krónum í gull" Föstudaginn 12.desember lögðum við af stað í óvissuferð með kakó, smákökur eða sparinesti. í myrkrinu. Nemendur voru vel útbúnir með höfuðljós og vasaljós. Áningastaður okkar var fyrir utan Stúkuhúsið við Byggðasafnið. Þar settumst við niður og fengum okkur sparinesti og hlustuðum á jólasögu og áttum notalega stund í köldu vetrarveðri. Við óskum ykkar gleðilegra jóla og njótið samverunnar um hátíðarnar. Jólakveðja frá 2.bekk
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 18. desember 2025
Rauður dagur í Grundaskóla, samsöngur og jólamatur.
Eftir Heiða Viðarsdóttir 18. desember 2025
Lögreglan heimsótti 5. bekk
Eftir Heiða Viðarsdóttir 17. desember 2025
Unnið með gler í smiðjunni
Eftir Heiða Viðarsdóttir 15. desember 2025
Orkuveita Reykjavíkur bauð 6. bekk í heimsókn
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 15. desember 2025
Litlu jólin í Grundaskóla
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 10. desember 2025
Í unglingadeild Grundaskóla er námskeiðabraut - Aðalval, fyrir 8.-9.bekk Það er á miðvikudögum og föstudögum. Nemendur fá kynningar og tækifæri til að velja sér af eftirfarandi auglýsingum fyrir þessar þrjár lotur sem eru fram að sumarfríi.
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 10. desember 2025
Í unglingadeild Grundaskóla er námskeiðabraut - Örnámskeið, fyrir 8.-10.bekk Það er á fimmtudögum. Nemendur fá kynningar og tækifæri til að velja sér af eftirfarandi auglýsingum fyrir þessar þrjár lotur sem eru fyrir sumarfríi.
Eftir Heiða Viðarsdóttir 8. desember 2025
Frá Slysavarnadeildinni Líf á Akranesi
Show More