Opni skólinn - Frístundanámskeið fyrir börn og fullorðna

Opni skólinn Frístundanámskeið - Glerbræðsla og skartmunir
Nú er það glerbræðsla og skartmunir – tækifæri til að búa til einstaka jólagjöf í Opna skólanum
Unnið með gler - Glerbræðsla í smiðjunni – sköpum saman eitthvað fallegt
Hér er í boði námskeið sem er ætlað nemendum og foreldrum saman.
Námskeiðið er í glerbræðslu þar sem unnið er með rúðugler og liti sem síðan er brætt saman í þar til gerðum ofni og úr verða listmunir sem þátttakendur hafa skapað.
Staðstning: Smiðjan á 1.hæð Grundaskóla
Dagsetning og tími: Námskeið þetta er tvö skipti og fer fram mánudaginn 8. desember og fimmtudaginn 11. desember og hefjast báða daga klukkan 17.00 (Gera þarf ráð fyrir að hvor tími verði 1,5-2 klst.)
Umsjónarmenn námskeiðs: Elís Þór Sigurðsson og Jónsína Ólafsdóttir
Kostnaður: Þátttakendur greiða kr.1000 upp í efniskostnað (nemandi+foreldri)
Skráning: Skráning fer fram í meðfylgjandi skráningarlink.
Muna – Fyrstir koma fyrstir fá….






