Stuð í Elliðaárstöð

Orkuveita Reykjavíkur bauð 6. bekk í heimsókn
Orkuveita Reykjavíkur bauð 6. bekk í heimsókn í Elliðaárdalinn í desember. Tilefnið var að gefa nemendum í einum árgangi tækifæri á að koma og kynnast frábærum söfnum í eigu Orkuveitunnar þar sem Akraneskaupstaður er einn af eigendum fyrirtækisins.
Það var líf og fjör þegar krakkarnir mættu í fallega skreyttan dalinn í yndislegu veðri.
Piss,kúkur, klósettpappír og stuð voru orð sem mikið voru notuð þennan skóladag. Börnin lærðu, m.a. um fráveituna og hvernig hún er lífsnauðsynleg fyrir okkur.
Allir tóku þátt í STEM zip line áskorun þar sem „kúkur“ þarf að komast úr klósetti í hreinsistöð.
Við fengum að kynnast ferðalagi orkunnar, hvaðan hún kemur og hvernig við notum hana. Krakkarnir skoðuðu einnig á korti hvað er undir götum Akraness hvaðan vatnið kemur og hvert úrgangurinn fer.
Þetta var frábær heimsókn og vonandi er þetta verkefni komið til að vera.







































































