Við breytum krónum í gull
Heiða Viðarsdóttir • 21. nóvember 2025

Til styrktar hjálparstarfi RKÍ í Malaví
Grundaskóli hefur millifært afrakstur góðgerdags skólans, „Breytum krónum í gull“ þar sem nemendur og skólasamfélagið allt safnaði fjármunum til styrktar hjálparstarfi Rauða kross Íslands í Malaví.
Alls söfnuðust í ár 1.029.939 kr.
Samtals hefur skólinn þá styrkt hjálparstarf RKÍ í Malaví um 9.671.306 kr. (Upphæð ekki framreiknuð mv. núvirði)
Nemendur og starfsfólk Grundaskóla vill þakka öllum sem mættu á góðgerðardaginn og studdu söfnunina með því að kaupa muni og þjónustu til styrktar hjálparstarfi RKÍ.












