Glæpur við fæðingu

Verkefni sem unnið var í 10. bekk
10. bekkur lauk við verkefnið Glæpur við fæðingu fyrir jólafrí.
Í bókinni segir Trevor Noah frá æsku sinni og uppeldi sem litaður í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar.
Við ákváðum að fara nýja leið til að efla skilning nemenda okkar á bókmenntum. Nemendur gerðu glósumynd úr bókinni. Glósumynd er skapandi ferli þar sem nemendur skrá niður upplýsingar og sýna fram á skilning á bókinni með því að teikna myndir, tákn og skrifa stutta texta.
Það var almenn ánægja með þessa nýju tegund verkefnaskila. Glósumyndirnar voru mjög fjölbreyttar, nemendur skilja og upplifa textann á ólíkan hátt og var þar af leiðandi ekkert eitt rétt svar eða ein rétt mynd þó að ákveðnir þættir ættu að koma fram.
Hér sjáið þið afraksturinn af þessari vinnu en myndirnar hanga á ganginum í unglingadeildinni.















