Frístundanámskeið

Heiða Viðarsdóttir • 24. nóvember 2025

Bakað saman í heimilisfræði

Grundaskóli stendur fyrir sk. frístundanámskeiðum tengt hugmyndum um Opna skólann.


 Hér er um námskeið sem eru stundum ætluð nemendum en á öðrum tímum nemendum og foreldrum saman.

 

Laugardaginn 15. nóv. var námskeið þar sem þátttakendur bökuðu saman brúna lagtertu
 

Ummæli frá þáttakendum:

 

Við skemmtum okkur konunglega á námskeiðinu. Þetta var svo hugguleg samverustund og gott að fá leiðsögn í jólabakstrinum.

Við vonum að námskeiðin verði haldin árlega ❤️

Bryndís Ottesen, Emilía og Freyja


Við Aldís þökkum aftur kærlega fyrir góða bakstursstund og ekki skemmir fyrir hvað afraksturinn var góður. Okkur fannst námskeiðið mjög flott og myndum mæta aftur að ári ef þetta verður í boði ❤️

Harpa og Aldís


Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 19. desember 2025
Starfsfólk Grundaskóla óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Kennsla hefst að nýju samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 6. Janúar. Jólakveðja Starfsfólk Grundaskóla
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 19. desember 2025
Það er alltaf nóg um að vera hjá okkur í skógræktinni í útináminu. Í þessari ferð vorum við að vinna með tugina í stærðfræðinni. Bjuggum til píluspjald og reyndum að fá sem flest stig.  Einning vorum við að leika okkur með garn og trjágreinar. Börnin njóta sín vel í þessari náttúruparadís sem skógræktin okkar er. Í nóvember var markaðurinn "Breytum krónum í gull" Föstudaginn 12.desember lögðum við af stað í óvissuferð með kakó, smákökur eða sparinesti. í myrkrinu. Nemendur voru vel útbúnir með höfuðljós og vasaljós. Áningastaður okkar var fyrir utan Stúkuhúsið við Byggðasafnið. Þar settumst við niður og fengum okkur sparinesti og hlustuðum á jólasögu og áttum notalega stund í köldu vetrarveðri. Við óskum ykkar gleðilegra jóla og njótið samverunnar um hátíðarnar. Jólakveðja frá 2.bekk
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 18. desember 2025
Rauður dagur í Grundaskóla, samsöngur og jólamatur.
Eftir Heiða Viðarsdóttir 18. desember 2025
Lögreglan heimsótti 5. bekk
Eftir Heiða Viðarsdóttir 17. desember 2025
Unnið með gler í smiðjunni
Eftir Heiða Viðarsdóttir 15. desember 2025
Orkuveita Reykjavíkur bauð 6. bekk í heimsókn
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 15. desember 2025
Litlu jólin í Grundaskóla
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 10. desember 2025
Í unglingadeild Grundaskóla er námskeiðabraut - Aðalval, fyrir 8.-9.bekk Það er á miðvikudögum og föstudögum. Nemendur fá kynningar og tækifæri til að velja sér af eftirfarandi auglýsingum fyrir þessar þrjár lotur sem eru fram að sumarfríi.
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 10. desember 2025
Í unglingadeild Grundaskóla er námskeiðabraut - Örnámskeið, fyrir 8.-10.bekk Það er á fimmtudögum. Nemendur fá kynningar og tækifæri til að velja sér af eftirfarandi auglýsingum fyrir þessar þrjár lotur sem eru fyrir sumarfríi.
Eftir Heiða Viðarsdóttir 8. desember 2025
Frá Slysavarnadeildinni Líf á Akranesi
Show More