Glervinna í Opna skólanum
Heiða Viðarsdóttir • 17. desember 2025

Unnið með gler í smiðjunni
Í smiðjunni var boðið upp á glervinnu tvö kvöld í liðinni viku (8.og 11.des) í Opna skólanum.
Námskeið þetta var í boði fyrir 5.-10.bekk. Þar komu saman nemendur og foreldrar og bjuggu til listmuni eftir eigin hönnun.
Þátttaka var mjög góð og voru þeir 15 sem þátt tóku mjög ánægð með að Grundaskóli væri að bjóða upp á svona námskeið.
Hér eru nokkrar myndir frá þessum kvöldum.

Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
19. desember 2025
Það er alltaf nóg um að vera hjá okkur í skógræktinni í útináminu. Í þessari ferð vorum við að vinna með tugina í stærðfræðinni. Bjuggum til píluspjald og reyndum að fá sem flest stig. Einning vorum við að leika okkur með garn og trjágreinar. Börnin njóta sín vel í þessari náttúruparadís sem skógræktin okkar er. Í nóvember var markaðurinn "Breytum krónum í gull" Föstudaginn 12.desember lögðum við af stað í óvissuferð með kakó, smákökur eða sparinesti. í myrkrinu. Nemendur voru vel útbúnir með höfuðljós og vasaljós. Áningastaður okkar var fyrir utan Stúkuhúsið við Byggðasafnið. Þar settumst við niður og fengum okkur sparinesti og hlustuðum á jólasögu og áttum notalega stund í köldu vetrarveðri. Við óskum ykkar gleðilegra jóla og njótið samverunnar um hátíðarnar. Jólakveðja frá 2.bekk

Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
5. desember 2025
Með nýrri og afar vandaðri aðstöðu til list- og verkgreinakennslu í Grundaskóla hefur fjölbreytni í kennsluaðferðum aukist til mikilla muna. Meðfylgjandi myndir voru teknar í smiðjunni fimmtudaginn 27.nóvember en þá var í gangi örnámskeið sem er fyrir 8-10.bekk en í þessum eina tíma var verið að vinna með ólík viðfangsefni, nægir þar að nefna gler, málm og dúkristu og fleira. Annað er ekki að sjá en að nemendum líki vel þessi fjölbreytni í verkefnavali.






















