Fréttir

Níundi bekkur á faraldsfæti

Eins og margir vita er pláss af skornum skammti í Grundaskóla þessa dagana þar sem einni álmu hefur verið lokað vegna viðgerða. Níundi bekkur skólans hefur verið í Frístundamiðstöðinni við Garðavöll síðustu vikurnar en er nú fluttur í húsnæði Fjölbrautaskóla Vesturlands og hitti þar fyrir tíundu bekkinga skólans sem þar hafa dvalið í góðu yfirlæti. Báðir þessir árgangar munu klára skólaárið í húsnæði FVA og enn er óljóst hvernig húsnæðismálin verða leyst á næsta skólaári.
Lesa meira

Kennarar óskast til starfa

Grundaskóli auglýsir eftir kennurum tímabundið fyrir næsta skólaár. Fyrir skólaárið 2021-2022 eru auglýst eftirtalin lausráðin störf við skólann: · Stærðfræði og náttúrufræði á mið- og unglingastigi. Tímabundin ráðning · Íþróttakennari. 50-60% tímabundin afleysing. · Heimilisfræðikennari á öllum stigum 50-60% tímabundin ráðning · Verk- og listgreinar með áherslu á smíðakennslu. Tímabundin ráðning
Lesa meira