Grundaskóli er heildstæður grunnskóli á Akranesi. Ekki eru eiginleg skólahverfi á Akranesi þótt algengast sé að nemendur gangi í þann skóla sem næstur er heimili þeirra. Grundaskóli er við Espigrund og í mikilli nálægð við íþróttasvæðið að Jaðarsbökkum. Grundaskóli nýtur góðs af nálægðinni en íþróttakennsla á vegum skólans fer fram á Jaðarsbökkum.