Skólaráð

Við Grundaskóla starfar skólaráð sem samkvæmt reglum er skipað þremur fulltrúum foreldra, tveimur fulltrúum nemenda, tveimur fulltrúum kennara, einum fulltrúa annarra starfsmanna og skólastjóra/staðgengli sem stjórnar fundum.

Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Það tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar meðal annars um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið.
Skólaráðið hefur ekki fastan fundartíma en kemur a.m.k. fjórum sinnum saman á hverju skólaári.

Fundargerðir skólaráðsins og ályktanir eru aðgengilegar á heimasíðu skólans.

Helstu verkefni skólaráðs Grundaskóla eru:



    • að vera skólastjórn skólans til ráðgjafar og stuðnings í ýmsum málum er varða skólahald,

 

    • að fjalla um skólanámskrá, rekstraráætlun, starfsáætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið,

 

    • að fjalla um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla og gefur umsögn áður en endanlegar ákvarðanir um þær eru teknar,

 

    • að taka þátt í að móta stefnu og sérkenni skóla og tengsl hans við grenndarsamfélagið,

 

    • að fylgjast með öryggi, húsnæði, aðstöðu, aðbúnaði og almennri velferð nemenda,

 

    • að fjalla um reglur s.s. skólareglur o.fl. í skólanum,

 

    • að fjalla um erindi frá skólanefnd sveitarfélags, kennarafundi, almennum starfsmannafundi, nemendafélagi, menntamálaráðuneyti og öðrum aðilum sé þess óskað.



Skólaárið 2021-2022 sitja eftirtaldir í skólaráði:

 

Fulltrúar foreldra:                                                    Guðrún Lind Gísladóttir

                                                                               Ingunn Þ. Jóhannesdóttir

                                                                               Erla Rut Kristínardóttir

Fulltrúi Hollvinafélags Grundaskóla:                     Jón Þór Þórðarson

Fulltrúar kennara:                                                  Sigurbjörg Ragnarsdóttir

Fulltrúi annarra starfsmanna:                                Bryndís Kjerúlf

Fulltrúar nemenda:                                                Karen Þorgrímsdóttir, Lilja BjörK Unnarsdóttir

Skólastjórnendur                                                   Sigurður Arnar Sigurðsson/Flosi Einarsson

 

Skólaráð hittist að jafnaði fjórum sinnum á ári en oftar ef þörf krefur.

 

Fundaplan og efni funda:

  • September- Nóvember: helstu áhersluþættir í skólastarfinu
  • Nóvember-desember: fjárhagsáætlun 2021–2022 ábendingar og umræður
  • Febrúar: almennur fundur, spjall og vangaveltur, hugsanlegar framkvæmdir við skólann
  • Apríl- maí: hugmyndir að uppstillingu næsta skólaárs, fyrirhugaðar ráðningar og upplýsingar sem liggja fyrir um nemendafjölda.