Formenn Nemendafélags Grundaskóla skólaárið 2024-2025

Formannskosningar fóru fram í Grundaskóla í þessari viku.

9 frábærir nemendur í 9.bekk buðu sig fram til formanns Nemendafélags Grundaskóla skólaárið 2024-2025.

Hörð og jöfn barátta var um tvö sæti en Aldís Ingibjörg Ísólfsdóttir og Róbert Elli Vífilsson eru næstu formenn NFG.

Innilega til hamingju krakkar