Stoðþjónusta

Í Grundaskóla er boðið upp á framúrskarandi stoðþjónustu við nemendur. Í skólanum starfar teymi fagmenntaðs fólks með breytt fræðasvið. Markmið stoðþjónustu skólans er að starfið skapi námslega sigra, efli vellíðan og félagslega færni nemenda. Við vinnum eftir hugmyndafræði skóla án aðgreiningar, hugmyndafræði H. Gardners um fjölgreindir, grunnskólalaga, Aðalnámskrá grunnskóla og stefnu skólans um uppeldi til ábyrgðar.

Til að ná markmiðunum leitum við leiða í einstaklingsmiðuðum kennsluháttum, fjölbreyttum kennsluaðferðum, blönduðum námshópum, samstarfi kennara, teymisvinnu og sveigjanlegum úrræðum. Skólinn leggur jafnframt áherslu á virkt og gott samstarf milli heimilis og skóla.

Stoðþjónustu Grundaskóla er skipt upp í fimm stoðteymi sem lúta yfirstjórn nemendaverndarráðs. Í hverju stoðteymi er fyrirliði sem heldur utanum vinnu teymisins og stjórnar umræðum. Fyrirliðinn er að venju sérmenntaður s.s. sérkennari, námsráðgjafi, þroskþjálfi, iðjuþjálfi, sálfræðingur, tómstunda- og félagsmálafræðingur, talmeinafræðingur o.s.frv.

Í hverju stoðteymi sitja umsjónarkennarar bekkja á viðkomandi stigi, sérfræðingar stoðþjónustu og aðrir er koma að sérkennslu eða stuðningi í viðkomandi árgöngum. Markmiðið er að viðkomandi teymi ráði yfir öllum úrræðum skólans og geti strax gripið til þeirra úrlausna sem þarf.

Nemendaverndarráð og sérfræðingar stoðþjónustunnar eiga náið samstarf við Skóla- og frístundasvið Akraneskaupstaðarog aðrar stofnanir er koma að málefnum velferð barna á Akranesi.

Stoðteymi Grundaskóla skiptast á eftirfarandi hátt:



    • Stoðteymi 1.-3. bekkur

 

    • Stoðteymi 4.-5. bekkur

 

    • Stoðteymi 6.-8. bekkur

 

    • Stoðteymi 9. -10. bekkur

 

 



Nemendaverndarráð Grundaskóla er skipað skólastjóra eða staðgengli hans, sálfræðingi skólans, þroskaþjálfa og námsráðgjafa. Auk þessara aðila mæta fyrirliðar hver teymis þegar málefni viðkomandi teymis eru til umfjöllunar í ráðinu. Fundir nemendaverndarráðs eru að jafnaði haldnir annan hvern miðvikudag allt skólaárið.