Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafi Grundaskóla er

Berta Ellertsdóttir berta.ellertsdottir(hja)grundaskoli.is

 

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að standa vörð um velferð allra nemenda. Hann er trúnaðarmaður og málsvari nemenda skólans. Náms- og starfsráðgjafi er bundinn þagnarskyldu um einkamál nemenda, að undanskyldum ákvæðum barnaverndarlaga nr. 80/2002.

Náms- og starfsráðgjafi býður upp á fræðslu í stærri og smærri hópum sem vinna að einstökum verkefnum, t.d vegna náms- og starfsval, námstækni, sjálfsstyrkingu og samskiptavanda. Allir nemendur geta leitað til náms- og starfsráðgjafa, sem og foreldrar vegna barna sinna.

Helstu verkefni náms- og starfsráðgjafa

· Persónuleg ráðgjöf, bæði fyrir einstaklinga og hópa. T.d. vegna kvíða, áhugaleysis, einbeitingu, samskipta og fleira.

· Ráðgjöf við náms- og starfsval

· Fræðsla um nám, störf og atvinnulíf

· Leiðbeiningar um námstækni

· Aðstoð við að gera sér grein fyrir styrkleikum og áhugasviði

· Forvarnarstarf

· Leiðbeiningar vegna prófaundirbúnings

· Viðtöl við nýja nemendur

Náms- og starfsráðgjafi situr í nemendaverndarráði og vinnur í nánu samstarfi við foreldra, kennara og skólastjórnendur eftir því sem við á. Einnig hefur hann samráð og samstarf við aðra sérfræðinga innan eða utan skólans.