Vorsýning í 8. bekk 2024

Í vor hefur 8. bekkur verið að fræðast um mannslíkamann. Við tókum fyrir frumur, fræddumst um hvernig líffærin starfa saman, um meltinguna og öndunarfærin ásamt blóðrásarkerfinu.

Nemendur unnu margvísleg verkefni, gerðu tilraunir, krufðu lambahjörtu og unnu að hópverkefnum. Í þessari vinnu tengdum við saman líffræði, íslensku, ensku og dönsku en nemendur þurftu að öðlast orðaforða yfir hin ýmsu líffæri, frumulíffæri og líffærakerfi á öllum þremur tungumálunum.

Að lokum fengu foreldrar að sjá glæsilegan afraksturinn af þessari vinnu. Nemendur gerðu plaköt, myndbönd og hekluðu sem hluta af verkefninu sínu um hin ýmsu líffæri, líffærakerfi og sjúkdóma.