Frístund - Grundasel

Beinn sími í Frístund 433 1425

Deildarstjóri Grundasels er Rakel Rósa Þorsteinsdóttir
Sími: 854-1324
Netfang: fristund(hja)grundaskoli.is 

Frístundardagatal 2023-2024

Frístundaheimilið Grundasel er starfrækt fyrir börn í 1. – 2. bekk í Grundaskóla. Foreldrum/forráðamönnum gefst því kostur á að skrá börnin í skipulagt frístundastarf, eftir að skóladegi lýkur.

Haustið 2017 var sú breyting gerð á starfi Grundasels að nemendur í 3. og 4. bekk fara í frístund í Þorpinu, félagsmiðstöð Akraneskaupstaðar.

Opnunartími

Frístund er opin til kl. 16:15 alla daga sem skólinn starfar, einnig á skipulagsdögum kennara. Lokað er í vetrarfríum, lögbundnum skólafríum og á skipulagsdögum frístundaheimilinna sem er einn dagur á önn (veturinn 2022-2023 eru það dagarnir 19.september 2022 og 23.febrúar 2023). Á haustin byrjar frístund sama dag og skólastarf hefst og lokar á vorin á síðasta skóladegi fyrir sumarfrí.

Markmið

Markmið Grundasels er að hver einstaklingur fái að njóta sín í tómstundarstarfi þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu. Lögð er áhersla á að þroska félagslega færni í samskiptum í gegnum leik og starf, sem og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu.

Daglegt starf

Við leggjum áherslu á að hafa fjölbreytni í vali svo allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Við bjóðum upp á hefðbundið val, (t.d. teikna, lita, leira, playmó, legó, dúkkó, bíló o.fl), útivera alla daga

Hressing

Kaffitímínn í frístund er mikilvægur þar sem við erum með dugleg börn sem þurfa á hollu og næringarríku nesti á að halda. Við framfylgjum því með ávöxtum, grænmeti og ýmsu brauðmeti.

  

Gjaldskrá (2023-2024))Gjaldskrá fyrir Frístund er háð ákvæðum bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar.


Foreldrar þurfa að lágmarki að greiða fyrir 20 klst. á mánuði (þó viðvera barns nái ekki 20 klst á mánuði).

1 klukkustund 382 kr.-
Síðdegishressing 144 kr.-

Afsláttarkjör (2022-2023)


Einstæðir foreldrar fá 35% afslátt af dvalargjaldi Þeir þurfa að sækja um það sérstaklega.

Systkinaafsláttur:

Yngsta barn greiðir fullt gjald.
Annað barn greiðir 50% af gjaldi.
Þriðja barn greiðir 25% af gjaldi.

 

Dagatal frístundaheimilanna á Akranesi 2022-2023 Frístund 2022-2023

Sótt er um dvöl á frístundaheimilinum í gegnum íbúagátt á www.akranes.is.