Uppeldi til ábyrgðar

Uppeldi til ábyrgðar – Uppbygging sjálfsaga


Í Grundaskóla er uppeldistefnan Uppeldi til ábyrgðar lögð til grundvallar í skólastarfinu.

Hvað er uppeldi til ábyrgðar / Restitution?
Uppeldi til er aðferð og leið til að ýta undir:

  • jákvæð samskipti

  • kenna börnum og unglingum sjálfstjórn og sjálfsaga

  • taka ábyrgð á eigin orðum og gerðum

  • læra af mistökum í samskiptum

  • þekkja sína styrkleika


Hægt er að lesa nánar um stefnuna í grein eftir Guðlaugu Erlu Gunnarsdóttur og Magna Hjálmarsson og á heimasíðu um Restitution www.realrestitution.com

Hver er upphafsmaður Restitution – Uppeldis til ábyrgðar?
Diane Gossen er upphafsmaður stefnunnar.  Hún er kanadísk og hefur kynnt Uppeldi til ábyrgðar mjög víða.  Diane hefur m.a. unnið með aðferðir sínar út frá hugmyndum Willian Glasser um gæðaskólann (Quality School) og sjálfsstjórnarkenningu hans (Control Theory) en hún starfaði við stofnun Glassers  í 20 ár. Einnig hefur hún byggt á kenningum Glassers um að læra að uppfylla grunnþarfinar á jákvæðan hátt, heilarannsóknum (Eric Jensen) þar sem markmiðið er að draga úr streituþáttum svo börnin nái að nýta sér rökhugsun. Jafnframt byggir hún á kenningum frumbyggja N-Ameríku um að einstaklingurinn þurfi að fá tækifæri ti lað læra af mistökum sínum. Síðast en ekki síst byggir Diane á kenningum Alfie Kohn um neikvæð áhrif ytri umbunar.
Diane hefur komið hingað til lands með námskeið og hér er hægt að lesa nánar um verk Williams Glasser. 

Hvenær byrjaði Grundaskóli að nota stefnuna?
Haustið 2006 fóru allir starfsmenn Grundaskóla á námskeiðið Restitution 1-2 eða Uppeldi til ábyrgðar 1-2, uppbygging sjálfsaga. Námskeiðshaldarar voru Guðlaug Erla Gunnarsdóttir og Hildur Karlsdóttir kennarar við Álftanesskóla. Komu þær öðru hvoru allan veturinn og stýrðu vinnunni.  Strax var tekin sú stefna að námskeiðið yrði fyrir alla starfsmenn skólans því nauðsynlegt er að allir vinni saman að bættri agastjórnun.

Stýrihópur var stofnaður og var Sigríður Ragnarsdóttir stýrimaður hópsins.  Auk hennar í hópnum voru Laufey Karlsdóttir, Borghildur Jósúadóttir, Hjördís Grímarsdóttir, Eygló Gunnarsdóttir og Guðrún Eiríksdóttir.  Á fyrsta ári voru fulltrúar allra stiga í hópnum, fulltrúi list – og verkgreinkennara og fulltrúi skólaliða.  Haustið 2006 fóru 3 fulltrúar úr hópnum á námskeið til Judy Andersson og Diane Gossen í Minneapolis og haustið 2007 fór allur hópurinn á framhaldsnámskeið.

Skólaárið 2017-18 eru þær Laufey Karlsdóttir, Gunnhildur Björnsdóttir og Vilborg Helgadóttir sem mynda teymi um Uppeldi til ábyrgðar í Grundaskóla.

Hvað úr stefnunni hefur Grundaskóli lagt áherslu á?
Grundaskóli hefur reynt að nota sem flest úr stefnunni en lagt áherslu á eftirfarandi þætti:

  • Stutt inngrip – Hvernig finnst okkur best að talað sé við okkur?  Temjum okkur að tala við aðra eins og við viljum að talað sé við okkur.  Það skiptir máli hvernig hlutir eru lagðir upp og sagðir og því lærum við stutt inngrip í formi spurninga og fullyrðinga til að skapa notalegt andrúmsloft.

  • Hvað áttu að vera að gera núna?

  • Hvað  get ég gert til að hjálpa þér?

  • Er í lagi með það sem þú ert að gera núna?

  • Er það sem þú ert að gera núna til að hjálpa eða hindra?

  • Þú virðist vera í vandræðum, get ég hjálpað?

  • Hver er reglan?

  • Viltu finna betri leið? Hvernig get ég hjálpað þér?

  • Hvenær ertu til búinn að byrja?


Hlutverk /starfslýsing nemenda  –  Umræður um öll hlutverk/starfslýsingar innan skólans og sameiginleg niðurstaða skráð.  Hver á að gera hvað og hver á ekki að gera hvað?

  • Grunnþarfirnar  – Að kynnast eigin þörfum og annarra og skilja að hegðun stjórnast af þörfunum okkar.

  • Nauðsynlegt er að læra að koma til móts við okkar eigin þarfir án þess að traðka á annarra þörfum

  • Áhrifsþörf

  • Frelsisþörf

  • Umhyggjuþörf

  • Gleðiþörf

  • Öryggisþörf


Bekkjarsáttmáli  – Lífsgildin. Hvernig viljum við hafa bekkinn okkar?  Á hvernig vinnustað vil ég vinna? Hvernig manneskjur viljum við vera? Umræður um gildi sem skipta máli og bekkurinn kemur sér saman um sáttmála.  Sáttmálinn hjálpar til við að skapa umhverfi þar sem nemendur finni sig örugga í hópnum.  Það skiptir mestu máli.

5 vonlaus viðbrögð – Ásakanir, afsakanir, skammir, tuð og uppgjöf skila okkur engu.  Það er alltaf betra að nota uppbyggingu og horfa fram á veginn.  Við gerum öll mistök og við lærum af mistökum okkar. Segjum ,,já „eins oft og við getum. Það skapar jákvæðan anda.  ,,Já, þú mátt fara fram þegar tíminn er búinn”.

Friðarborðið – Það getur skipt máli hvernig úr málum er leyst.  Að nota friðarborðið er leið sem gefur öllum tækifæri til að segja sitt álit.  Farið er í gegnum ákveðið ferli og hópurinn kemst að sameiginlegri niðurstöðu.

  • Enginn er fullkominn

  • Allir fá að segja frá

  • Segja sannleikann

  • Forðast ásakanir, afsakanir, skammir, tuð og upgjöf

  • Hlusta án þess að grípa fram í

  • Skrifa niður hugmyndir

  • Velja bestu lausnina


Skýr mörk – eru ákveðin umgjörð til að tryggja vinnufrið og öryggi í skólanum.  Kennarafundur hefur samþykkt eftirfarandi:

  • Skýr mörk

  • Óásættanleg hegðun sem truflar nám eða ógnar öryggi leiðir af sér að nemandi missir tímabundið réttinn að vera í hópnum.

  • Ofbeldi

  • Andlegt

  • Líkamlegt

  • Vímuefni


Hvar get ég lesið mér meira til um Uppeldi til ábyrgðar?
Eftirfarandi tenglar eru áhugaverðir:

Diane Gossen – Restitution : http://www.realrestitution.com
http://netla.khi.is/

Grein Guðlaugar E. G. og Magna Hjálmarssonar
www.sunnuhvoll.com
Heimasíða Magna Hjálmarssonar

http://www.wglasser.com/
Heimasíða stofnunnar William Glasser

http://www.jlcbrain.com/
Upplýsingar um heilarannsóknir – Eric Jensen

http://www.alfiekohn.org/index.html
Heimasíða Alfie Kohn

http://uppbygging.alftanesskoli.is
Eldri heimasíða Álftanesskóla með upplýsingum um Uppeldi til ábyrgðar

Heimasíða Heiðarskóla í Hvalfirði
http://www.heidarskola.is/namsvefur/uppbygging/