Jafnréttisáætlun Grundaskóla byggir á lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, jafnréttisáætlun Akraneskaupstaðar og mannréttindastefnu sveitarfélagsins. Jafnréttisáætlun Grundaskóla verður endurskoðuð sumarið 2019.
Jafnréttisáætlunin er tvíþætt og nær annars vegar til starfsfólks (19. – 22. gr) og hins vegar til nemenda (22. – 23. gr.).
Stefna Grundaskóla er að allir, nemendur og starfsmenn, njóti jafns réttar án tillits til kyns, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, kynhneigðar, litarháttar, efnahags, ætternis, fötlunar, aldurs og stöðu að öðru leyti. Jafnréttisáætlun skólans er ætlað að vera mikilvægur liður í gæðaumbótum í skólanum þar sem aukið jafnrétti tryggir betri nýtingu mannauðs. Skólastarf í anda jafnréttis á einnig að taka mið af mismunandi námshæfileikum nemenda. Tækifæri nemenda eiga ekki að byggja á kynferði heldur áhuga, hæfileikum og færni.
Grundaskóli leggur áherslu á jafnrétti einstaklinga með mannréttindi og margbreytileika að leiðarljósi.
Þess skal gætt í öllu starfi Grundaskóla að allir, hvort heldur eru nemendur eða starfsfólk, eigi jafnan rétt og beri jafnar skyldur og að einstaklingum sé ekki mismunað.
Við ákvörðun launa skal þess gætt að kynjum sé ekki mismunað. Konum og körlum skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf. Kynjajafnréttis sé gætt við úthlutun hvers konar þóknunar og hlunninda, beinna og/eða óbeinna. Einnig skulu kynin njóta sömu kjara hvað varðar lífeyris-, orlofs- og veikindarétt og hvers konar önnur starfskjör eða réttindi sem metin verða til fjár sbr. 19. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.
Markmið |
Aðgerð |
Ábyrgð |
Tímarammi |
Að konur og karlar fái sömu laun fyrir sömu og jafnverðmæt störf |
Úttekt á grunnlaunum, yfirvinnugreiðslum o.fl. |
Skólastjórnendur |
Árlega að vori |
Komi upp launamunur verður leitað leiða til að jafna hann |
Skólastjórnendur |
Við upphaf skólaárs |
Laus störf 20. grein
Markmið |
Aðgerð |
Ábyrgð |
Tímarammi |
Laus störf standi bæði körlum og konum til boða |
Vísa í jafnréttisáætlun skólans þegar auglýst er eftir starfsfólki |
Skólastjórnendur |
Þegar við á |
Grundaskóli skal gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera konum og körlum kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu. Þessar ráðstafanir skulu miða að því að auka sveigjanleika í skipulagningu á vinnu og vinnutíma. Mikilvægt er að taka tillit bæði til fjölskylduaðstæðna starfsmanna og þarfa skólans.
Markmið |
Aðgerð |
Ábyrgð |
Tímarammi |
Öllum starfsmönnum sé gert kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu, óháð kyni. |
Gagnkvæmur sveigjanleiki verði hafður að leiðarljósi við skipulag skólastarfsins |
Skólastjórnendur |
Árlega |
Við stundaskrárgerð verði tekið tillit til aðstæðna starfsmanna að svo miklu leyti sem mögulegt er |
Skólastjóri |
Árlega |
|
Að foreldrar geti nýti þann rétt sem þeir eiga til foreldra- og fæðingarorlofs og leyfis vegna veikinda barna. |
Kynna starfsfólki og verðandi foreldrum, réttindi og skyldur sem þeir hafa í þessum efnum |
Skólastjórnendur |
Við upphaf starfs og með reglubundnum hætti innan skólans |
Það er stefna Grundaskóla að starfsmenn og nemendur sýni samstarfsfólki og skólasystkinum sínum ávallt kurteisi og virðingu í samskiptum. Einelti, kynbundin og kynferðisleg áreitni verður undir engum kringumstæðum liðin á vinnustaðnum
Markmið |
Aðgerð |
Ábyrgð |
Tímarammi |
Koma í veg fyrir að nemendur / starfsfólk verði fyrir kynbundinni / kynferðislegri áreitni í skólanum |
Fræðsla fyrir nemendur og starfsfólk um hvað felst í kynbundnu eða kynferðislegu áreiti og hvert skal leita ef slíkt kemur upp. |
Skólastjórnendur |
Árlega fyrri hluta skólaárs |
Forvarnaráætlun verði unnin við skólann |
Skólastjórnendur og starfsmenn |
Skólaárið 2014-2015, metið í lok skólaársins |
Markmið |
Aðgerð |
Ábyrgð |
Tímarammi |
Nemendur og starfsmenn fái fræðslu um jafnréttismál |
Fræðsla í formi fyrirlestra eða námskeiða fræðsla |
Skólastjórnendur |
Í upphafi skólaárs |
Jafnréttisfræðsla komi inn í bekkjarnámskrár og kennsluáætlanir Setja fast inn í kennsluáætlanir hvað er gert í hverjum bekk. |
Deildarstjórar stiga og umsjónarkennarar |
Metið í lok skólaársins annað hvert ár |
|
Kennsluhættir, kennslu- og námsgögn höfði jafnt til drengja og stúlkna |
Kennsluhættir, kennslu og námsgögn skoðuð með þetta sjónarhorn í huga |
Deildarstjórar stiga og umsjónarkennarar |
Metið í lok skólaársins annað hvert ár með t.d. nemendakönnun |
Í náms- og starfsfræðslu skal þess gætt að nemendur fái sömu fræðslu og upplýsingar um námsmöguleika og störf |
Allir nemendur fái sams konar kynningu á námsframboði Gætt skal að því að kynning höfði til beggja kynja og mismunun verði ekki |
Náms- og starfsráðgjafi |
Viðvarandi – Umfjöllun í skýrslu náms- og starfsráðgjafa í lok skólaárs |
Unnið skal gegn mismunandi námsárangri eftir kynjum eða hópum |
Niðurstöður prófa og kannana verði greindar og leitað leiða til bregðast við, t.d. með aðkomu stoðþjónustu skólans |
Skólastjórnendur og deildarstjórar stiga, verkefnastjóri sérkennslu |
Árlega |
Aðgengi til vinnu og vinnuaðstöðu skal vera á jafnréttisgrundvelli |
Við skipulagningu skólastarfs verði þessa gætt (t.d. kennslustofur, kennslugreinar, hópar) |
Skólastjórnendur |
Við upphaf skólaárs |
Markmið |
Aðgerð |
Ábyrgð |
Tímarammi |
Að foreldrar taki jafnan þátt í skólastarfinu og starfsfólk skólans sé meðvitað um jafnrétti í samskiptum sínum við foreldra |
Kanna með formlegum hætti hvort forelda mætir í foreldraviðtöl? Skoða skipan foreldraráðs Skoða við hvort foreldri starfsmenn skólans hafa samband ef eitthvað kemur upp á? |
Skólastjórnendur, deildar stjórar og kennarar |
Viðvarandi |