Jafnréttisáætlun

Jafnréttisáætlun Grundaskóla 2022-2025

 

Samkvæmt ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna ber Grundaskóla að setja sér jafnréttisáætlun þar sem fram kemur hvernig markmiðum laganna verði náð til að tryggja starfsfólki þau réttindi sem kveðið er á um í lögum.

Jafnréttisáætlun þessi tekur til Grundaskóla, Frístundar Grundaskóla og Akraneskaupstaðar eftir atvikum sem sameiginlegs vinnustaðar starfsfólks, sbr. II. kafla, Réttindi og skyldur, í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna (jafnréttislaga), nr. 150/2020, og kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja starfsfólki skólans og tengdra stofnana þau réttindi sem kveðið er á um í jafnréttislögum.

Jafnréttisáætlun Grundaskóla tekur einnig mið af mannréttindastefnu Akraneskaupstaðar.  Henni er ætlað að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og drengja og stúlka í starfsemi skólans. 

Rekstur og stefna Grundaskóla tekur mið af jafnlaunastefna Akraneskaupstaðar. Jafnlaunastefnan tekur til Akraneskaupstaðar sem sameiginlegs vinnustaðar starfsfólks á bæjarskrifstofu og í stofnunum kaupstaðarins og kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja starfsfólki hans þau réttindi sem kveðið er á um í 19. grein jafnréttislaga nr. 10/2008.

Mismunun á grundvelli kyns er óheimil. Akraneskaupstaður er aðili að Evrópusáttmála um jafna stöðu karla og kvenna í sveitarfélögum og héruðum og hefur sem slíkur skuldbundið sig til þess að stuðla að jöfnum tækifærum fyrir konur og karla til þátttöku og áhrifa í samfélaginu. Jafnframt einsetja fulltrúar Akraneskaupstaðar sér að vinna markvisst gegn hvers konar mismunun og hamlandi staðalímyndum um hlutverk kynjanna (Mannréttindastefna Akraneskaupstaðar, 2014, 2. kafli).

Í aðalnámskrá grunnskóla frá árinu 2011 eru jafnrétti og mannréttindi tveir af grunnþáttum menntunar. Þar er áhersla á að stúlkur og drengir hafi jafnan rétt til náms og þátttöku í samfélaginu. Einnig er lögð áhersla á að öllum séu sköpuð jöfn tækifæri til að þroskast á eigin forsendum og rækta hæfileika sína. Jafnrétti nær til margra þátta, meðal annars aldurs, búsetu, fötlunar, kyns, kynhneigðar, litarháttar, lífsskoðana, menningar, stéttar, trúarbragða, tungumáls, ætternis og þjóðernis. Allir í skólasamfélaginu eiga að taka virkan þátt í að skapa samfélag jafnréttis og réttlætis.

Markmiðið með gerð þessarar áætlunar er að stuðla að jafnri stöðu drengja og stúlkna og kvenna og karla (eða ókyngreint). Grundaskóli vinnur eftir uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Jafnrétti er eitt af áhersluatriðum okkar í skólastarfinu. Tekið er mið af sjónarmiðum allra og ákvarðanir og afleiðingar þeirra skoðaðar út frá jafnréttissjónarmiðum.

Kynbundin mismunun er með öllu óheimil innan skólans. Þessi jafnréttisáætlun snýr að nemendum, starfsfólki og samstarfi við foreldrahópinn.  Í þessari áætlun er leitast við að tala ekki um bæði kynin í ljósi umræðna um kyngervi og að sumir skilgreini sig ekki út frá sérstöku kyni.

 

Jafnréttissjónarmið eru höfð að leiðarljósi í:

  • Starfsmannahaldi, aðbúnaði, ráðningum og endurmenntun starfsfólks
  • Nám og kennslu, námsframboði og námsefnisvali
  • Samskiptum og samvinnu við heimilin
  • Útgáfumál og kynning

Leiðir:

  • Vinna markvisst að jafnrétti í öllu skólastarfi
  • Allir hafi jöfn tækifæri til náms, þroska og þátttöku í félagslífi
  • Efla sjálfstæði og sjálfsvirðingu barna
  • Allir njóti alhliða menntunar og fái hvatningu í samræmi við þroska og áhuga
  • Leggja áherslu á teymiskennslu þar sem komið er til móts við skóla margbreytileikans
  • Virða og fagna margbreytileikanum
  • Stuðla að og vinna með umburðarlyndi gagnvart öllu fólki
  • Jafnrétti fléttist inn í skólastefnuna
  • Vinna eftir mannréttinda- og velferðarstefnu Akraneskaupstaðar
  • Jafnlaunavottun

 

 

Framkvæmdaáætlun

Starfsmenn

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Við ráðningar, verka-skiptingu, tilfærslur í störfum og uppsagnir skal gæta að mismuna ekki vegna kyns eða annarra þátta

Ekki sé auglýst eftir starfsfólki af ákveðnu kyni.

Skólastjóri

Alltaf við auglýsingar

Að allir fái sömu laun og njóti sömu kjara fyrir sömu og jafnverðmæt störf

Með reglulegu millibili verði skoðað hvernig grunnlaun, yfirvinnugreiðslur og ýmsar aðrar greiðslur skiptast eftir starfsfólki og starfsheitum

Skólastjóri og

launafulltrúi

Einu sinni á ári, að vori

Gera skal starfsfólki kleift að samræma fjölskyldulíf sitt og störf innan skólans eftir því sem hægt er

Starfsfólk skal eiga kost á sveigjanlegum vinnutíma, hlutastörfum eða annarri hagræðingu á vinnutíma þar sem því verður við komið. Skólastjórnendur meta óskir starfsfólks um sveigjanleika eftir aðstæðum

Skólastjórnendur

 

Allir starfsmenn skulu eiga kost á

endurmenntun í starfi

Gerð er

símenntunaráætlun fyrir allt starfsfólk

Skólastjórnendur

Árlega og birt

í starfsáætlun

Efla skal fræðslu um jafnréttismál almennt auk þess að afa upplýsinga um stöðu jafnréttismála

innan skólans og kynna niðurstöður

Námskeið í tengslum við símenntunaráætlun skólans

Skólastjórnendur

Í tengslum við sjálfsmat skólans

Kynbundið og

kynferðislegt ofbeldi eða áreitni verður aldrei liðin innan skólans

Fræðsla um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi, og áreitni

 

Skýrir verkferlar er varða mál sem upp kunna að koma bæði er varða börn og starfsfólk, sbr. eineltisáætlun

Skólastjórnendur

 

Að starfsfólki í leyfi sé auðveldað að koma aftur til starfa að leyfi loknu

Starfsfólk í leyfi sé áfram inni á tölvupóstlista og inni á fb síðu

starfsmanna.

Starfsfólki í leyfi standi til boða að taka þátti í símenntun eftir því sem hægt er á vegum skólans. Starfsfólk í leyfi sé velkomið í viðburði á vegum skólans

og starfsmanna.

Skólastjórnendur

Starfsmenn sem fara í leyfi séu upplýstir um þetta áður en þeir fara

Að Akraneskaupstaður og undirstofnanir viðhaldi vottun vegna jafnlaunastefnu.

Innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85 og öðlast vottun í samræmi við lög 56/2017 um jafnlaunavottun.  Framkvæma árlega launagreiningu innan kaupstaðarins.  Bregðast við óútskýrðum launamun, sé hann til staðar, með stöðugum umbótum og eftirliti. Árlega skal fara fram innri úttekt og rýni stjórnenda.

Fylgja lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma og staðfesta árlega af yfirstjórn að þeim sé hlítt.

Kynna árlega niðurstöður launagreininga og jafnlaunastefnu fyrir starfsmönnum Akraneskaupstaðar. Stefnan skal vera aðgengileg á heimasíðu Akraneskaupstaðar.

Stjórnendur

Árlegt verkefni

 

 

Kennsla, uppeldi, námsframboð og náms- og kennslugögn

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Að náms- og

kennslugögn mismuni

ekki kynjum

Starfshættir skólans,

sérfræðiþjónusta, kennsluhættir og náms- og kennslugögn taki mið af jafnræði og mismuni ekki börnum.

Skólastjórnendur, kennarar og allt

starfsfólk

Í tengslum við sjálfsmat skólans

Flétta jafnréttisfræðslu inn í allt skólastarfið

Fræðsla um

Jafnréttismenntun.

Skólastjórnendur og

kennarar

Við gerð

símenntunaráætlunar og við skipulag skólastarfs að hausti

Að starfshættir skólans mótist af umburðarlyndi og jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi og ábyrgð

Börnum séu sköpuð tækifæri til að upplifa lýðræðisleg vinnubrögð og samskipti í daglegu starfi. Allir í skólanum taki virkan þátt í að skapa samfélag jafnréttis og réttlætis.

Viðteknar hugmyndir í samfélaginu skoðaðar með það að markmiði að kenna börnum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar

Skólastjórnendur og

kennarar

Í tengslum við sjálfsmat skólans

Að gæta

Kynjasamþættingar við alla stefnumótun og

áætlanagerð

Setja upp kynjagleraugun við við skipulag

skólastarfs

Skólastjórnendur og

kennarar

Í tengslum við sjálfsmat skólans

Að rækta með börnum þekkingu, leikni og viðhorf sem styrkir einstaklinga til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnréttis-og lýðræðissamfélagi

Þjálfa nemendur í gagnrýninni hugsun og samræðum á

jafnréttisgrundvelli

Góður skólabragur skiptir máli í þessu sambandi. Hann eflir;

samskiptahæfni, umburðarlyndi, réttlæti og jafnréttishugsun.

Skólastjórnendur, kennarar og allt starfsfólk

Í tengslum við sjálfsmat skólans auk þess sem eineltis/líðan-kannanir verði greindar með þetta að leiðarljósi

Að koma í veg fyrir að börn verði fyrir

kynbundnu eða

kynferðislegu ofbeldi eða

áreiti á skólatíma

Unnið með í tengslum við skólastefnuna og

forvarnaráætlun skólans.

Gott samband við

barnverndaryfirvöld

Skólastjórnendur, kennarar og allir

starfsmenn

Í tengslum við sjálfsmat skólans

Að búa öll börn undir jafna þátttöku í

samfélaginu

Nýta kynjafræði og hugtök sem henni tengjast.

Jafnrétti sé haft að leiðarljósi í náms- og starfsfræðslu með því að brjóta niður

staðalmyndirnar af

hinum „hefðbundnu“

karla- og kvennastörfum

Skólastjórnendur, kennarar, náms- og starfsráðgjafi og allir starfsmenn

Í tengslum við sjálfsmat skólans

 

 

Samskipti og samvinna við heimilin

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Að skólinn hafi samskipti við báða foreldra um málefni er varða barnið eða skólastarfið

Báðir foreldrar séu skráðir í Weduc samskiptakerfinu og á póstlista. Hringt jafnt í báða foreldra vegna veikinda eða slysa á skólatíma

Skólastjórnendur, kennarar og allir

starfsmenn

Alltaf í gangi

Að báðir foreldrar komi í foreldraviðtöl

Foreldrar skrá sig sjálfir í foreldraviðtöl í Weduc samskiptakerfinu

Kennarar og foreldrar

Í tengslum við

viðtalsdaga

Að báðir foreldrar hafi upplýsingar um námslega stöðu og námsáætlanir

Weduc samskiptakerfið nýtt til að setja inn allt námsmat, og

námsáætlanir

Kennarar og foreldrar

Alltaf í gangi

Að báðir foreldrar finni að þeir séu velkomnir í skólann

Að taka jafn vel á móti öllum foreldrum og að kennarar blandist ekki inn í forræðis- eða umgengnisdeilur

Skólastjórnendur, kennarar og foreldrar

Alltaf í gangi

 

 

Útgáfumál og kynning

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Að skólinn hugi að sem jafnastri aðkomu allra hópa.

Auglýsa tilboð og þátttöku í verkefnum. Kynna verk- og starfsáætlun og hvetja alla hópa til þátttöku og virkni.

Skólastjórnendur, kennarar og allir

starfsmenn

Alltaf í gangi

Við útgáfu endurspegli myndefni fjölbreyttan starfsmanna og nemendahóp

Allt útgefið efni skoðað og kannað hvort jafnræði sé í umfjöllun og myndbirtingum.

Skólastjórnendur, kennarar og allir

starfsmenn

Alltaf í gangi

Að gætt verði að fjölbreytni í útgáfumálum og að gætt sé að jöfnum tækifærum nemenda og starfsmanna eftir aldri, kyni og hlutverkum í skólanum

Að myndir og umfjöllun endurspegli jafnréttis- og jafnræðishugsun.  Þetta varðar efnistök er tengjast kennslu-, kynningar- og námsáætlunum í öllum aldurshópum.

Skólastjórnendur, kennarar, foreldrar og nemendur

Alltaf í gangi