Áhættumat og öryggisáætlun fyrir Grundaskóla

Áhættumat og öryggisáætlun

 

Áhættumat og öryggisáætlun fyrir Grundaskóla

 

Við gerð áhættumats og öryggisáætlunar er skólahúsnæðinu og starfsemi skólans skipt í eftirfarandi hluta:  

  1. Kennsluhúsnæði yngsta stigs á efri hæð í C-álmu
  2. Kennsluhúsnæði miðstigs í D-álmu
  3. Kennsluhúsnæði unglingastigs í B-álmu
  4. Kennsluhúsnæði list og verkgreina á neðri hæð í C-álmu
  5. Mötuneyti nemenda
  6. Bókasafn
  7. Stjórnunarálma – skrifstofur og kennslustofur
  8. Eyjan – lausar kennslustofur
  9. Kennsluhúsnæði á Jaðarsbökkum
  10. Leiguhúsnæði (FVA)
  11. Öryggisáætlun vegna eldsvoða
  12. Námskeiðshald, þjálfun og eftirlit

 

Verður gerð grein fyrir áhættumati og öryggisáætlun fyrir hvern hluta skólahúsnæðisins. Um er að ræða áætlun sem snýr að öryggi starfsmanna og hugsanlegum hættum á vinnustaðnum (Grundaskóli).

Áhættumat tekur mið af húsnæðisskipan og miklum húsnæðisþrengslum sem eru komin til, annars vegar vegna mikils fjölda nemenda og hins vegar vegna endurbóta og byggingarframkvæmda. Umræddar byggingarframkvæmdir ná allt til ársins 2025.

 Reykingar eru bannaðar í skólanum.

 Enginn formlegur öryggisvörður er ráðinn við skólann en við fyrirhugaða ráðningu húsumsjónarmanns vor 2022 mun viðkomandi sinna þeim skildum.

 

Tveir öryggistrúnaðarmenn eru við skólann en þeim embættisverkum sinna eftirtaldir aðilar skólaárið 2021-2023.

Steinunn Gunnarsdóttir

Auður Elísabet Baldursdóttir

 

_________________________________________________

 

  1. 1.      Kennsluhúsnæði yngsta stigs (C-álma)

                      

Umrætt kennslusvæði er ekki í notkun á þessu skólaári og fer kennsla yngstu bekkja fram á kennslusvæði miðstigs (sjá hér undir lið 2).

Efri hæð C-byggingar flokkast nú sem byggingarsvæði og er lokað bæði nemendum og starfsmönnum. Umsjón með framkvæmdum hefur framkvæmdasvið Akraneskaupstaðar.

  

  1. 2.      Kennsluhúsnæði miðstigs (D-álma)

 

Á þessu svæði eru níu bekkjardeildir með ríflega 225 nemendur. Á þessu skólaári fer fram kennsla nemenda í 1. - 3. bekk auk frístundar á þessu kennslusvæði skólans vegna byggingarframkvæmda og endurbóta í C-álmu.

 Auk þess er kennslustofa ætluð fyrir sérkennslu. Kennslurými er á tveimur hæðum. Salerni og fatahengi eru inni í kennslustofum. Kennarar og almennir starfsmenn eru að jafnaði um fimmtán til tuttugu talsins.

 Öryggis starfsmanna er gætt í hvívetna. Starfsmönnum stafar ekki hætta af umhverfi sínu eða starfsvettvangi.

 Kennarar á þessu stigi geta unnið í sínum kennslustofum að kennslu lokinni en vinnuaðstæður eru þó þröngar. Tölva er í hverri kennslustofu og prentari á kaffistofu. Þess ber að geta að húsnæðið er einnig nýtt undir frístund skólans og má segja að skólinn sé því tvísetinn eins og staðan er í dag.

 Kennarar hafa stillanlega stóla til umráða og kennaraborð eru upphækkanleg.

Gott aðgengi er að síma. Umsjónarkennarar hafa auk þessa aðgang að tölvum, prentara og ljósritunarvél í stjórnunarálmu.  

 

Skólaliðar geyma ræstingarvörur í sér ræstingaherbergi. Ræstingarvörur er merktar með varúðarmerkjum þar sem við á. Upplýsinga- og öryggisblöð eru á íslensku. Ræsting fer fram daglega á skólatíma.

Reynt er að draga úr hávaða á svæðinu eins og kostur er. Hávaði er samkvæmt mælingum undir viðmiðunarmörkum.

 

 

  1. 3.      Kennsluhúsnæði unglingastigs (B-álma)

 

Á þessu svæði eru níu bekkjardeildir og á bilinu og ríflega 225 nemendur á aldrinum 13-16 ára. Í ár nýta nemendur í 6.-8. bekk kennslusvæðið vegna húsnæðisframkvæmda og endurbóta í skólans eins og undan er getið.

Kennarar og almennir starfsmenn eru að jafnaði rúmlega fimmtán talsins. Öryggis starfsmanna er gætt í hvívetna. Starfsmönnum stafar ekki hætta af umhverfi sínu eða starfsvettvangi.

Kennarar á þessu stigi geta unnið í sínum kennslustofum að kennslu lokinni. Tölva er í hverri kennslustofu og prentari á kaffistofu. Kennarar hafa stillanlega stóla til umráða og kennaraborð eru upphækkanleg. Gott aðgengi er að síma.

Starfsmenn hafa auk þess aðgang að tölvum, prentara og ljósritunarvél í stjórnunarálmu. Skipulag starfshátta gerir ráð fyrir að nemendur geti nýtt ganga og vinnuver sem námssvæði.

Skólaliðar geyma ræstingarvörur í sérherbergi. Ræstingarvörur er merktar með varúðarmerkjum þar sem við á. Upplýsinga- og öryggisblöð eru á íslensku. Ræsting fer fram daglega á skólatíma.

Reynt er að draga úr hávaða á svæðinu eins og kostur er. Hávaði er undir viðmiðunarmörkum.

  

  1. 4.      Kennsluhúsnæði list og verkgreina á neðri hæð í C-álmu

 

Á neðri hæð í elsta hluta skólans eru kennslustofur í list- og verkgreinum. Kominn er tími á viðhald og endurbætur í þessum stofum og er rýming hafin. Ástæður þess eru einkum kvartanir nemenda og starfsmanna vegna loftgæða á svæðinu. Skólastjórn hefur reynt að loftræsta kennslusvæðið snemma morguns sem og keyra sérstök lofthreinsitæki með „true hebafilter“ síum. Þetta hefur bætt ástandið en ekki nægjanlega þannig að rýming var ákveðin til að tryggja öryggi þeirra sem vinna í skólanum. Kennslusvæði í myndmennt, smíðum, smiðju, textíl og tónmennt hefur verið fært til og kennslustofum í suð-vestur lokað.

Fyrirhugað eru allsherjar endurbætur og enduruppbygging á allri byggingunni sem líkur 2025.

Fyrirmæli eru um að geyma efnisstranga í lokuðum rýmum. Textílkennarar munu velja skápa sem þeir telja henta í þessum tilgangi. Með þessu móti verður dregið úr hugsanlegri rykmengun í kennslustofunni. Skápunum verður komið upp í samráði við kennara og aðra starfsmenn.

Nokkrar athugasemdir hafa verið gerðar við  smíðastofu. Smíðakennurum var falið að leysa úr þeim sem eru á valdi skólans. Öðrum var vísað til efnislegrar umfjöllunar og afgreiðslu bæjaryfirvalda og umsjónarmanns framkvæmdasviðs. Sérstök hætta er metin við stóra sög og er hún eingöngu notuð af fagfólki en ekki nemendum eða öðrum sem ekki þekkja til.

Í myndmenntastofu eru leirbrennsluofn og stór pappírshnífur í rýmum sem hægt er að loka en eru að jafnaði opin. Í heimilisfræðistofu eru margvísleg tæki sem umgangast þarf með aðgát.

Matreiðslustofur eru tvær. Þar er ýmislegt sem þarf að varast s.s. beittir hnífar og tæki til matreiðslu. Kennslustofur eru alla jafnan læstar þegar kennarar eru ekki á svæðinu og sjá um verkstjórn. Hið sama varðar umhirðu og gæslu með olíum og öðru er tilheyrir matreiðslu.

Á þessu svæði er mest hætta fyrir starfsmenn og nemendur. Um er að ræða tæki og tól sem með rangri meðferð geta valdið óhöppum eða jafnvel slysum. Kennarar eru af ýmsum ástæðum undir meira álagi við kennslu á þessu svæði. Setja verður skýrar reglur um umgengni í kennslustofunum og kynna þær fyrir nemendum og öðrum starfsmönnum reglulega.

Tillaga er um að kennarar á svæðinu fari yfir reglurnar í upphafi skólaárs og kynni þær öðrum starfsmönnum með formlegum hætti.  Gæta verður þess sérstaklega að nýir starfsmenn fái upplýsingar og leiðbeiningar um meðferð tækja og véla. Einnig þarf að gera sérstaka viðbragðsáætlun vegna slysa sem verða á svæðinu. Æskilegt er að vélasalur í smíðastofu sé læstur. Gæta þarf þess að loka dyrum að lakkherbergi í smíðastofu og lofta vel út.

Hávaði í þessum kennslustofum er oft yfir viðmiðunarmörkum, sérstaklega í smíðastofu. Eyrnahlífar eru til staðar og hlífðarfatnaður.

Kennarar hafa stillanlega stóla til umráða en kennaraborð eru mismunandi eftir námsgreinum. Kennarar hafa vinnuaðstöðu á kaffistofu í stjórnunarálmu en að auki á kaffistofu í list- og verkgreinaálmu (C). Á báðum stöðum er aðgangur að tölvum.

Skólaliðar geyma ræstingarvörur í sérherbergi. Ræstingarvörur er merktar með varúðarmerkjum þar sem við á. Upplýsinga- og öryggisblöð eru á íslensku. Ræsting fer fram daglega á skólatíma.

  

  1. 5.      Mötuneyti nemenda og starfsmanna

 

Leita verður leiða til að draga úr hávaða í mötuneyti. Hávaðamæling er m.a. í formi „eyra“ sem breytir grænum lit í gulan eða rauðan eftir því hve mikill hávaði er. Athuga þarf betur við hvaða aðstæður hávaði fer yfir eðlileg mörk (aldur nemenda eða fjöldi?).

Á skólaárinu 2021-2023 verður gerð tilraun með nýtt fyrirkomulag í mötuneyti og skoðað sérstaklega hvort það minnkar hávaða og áreiti á svæðinu. Hugmyndin er að breyta uppröðun borða og hafa gang í miðju en ekki til enda eins og gert hefur verið síðustu ár.

Setja þarf reglur um notkun eldhússins m.a. varðandi hreinlæti og meðferð matvæla. Ftr. frá heilbrigðiseftirliti hafa séð um úttekt á aðstöðunni og er brugðist við ábendingum sem þar koma án tafar. Starfsmenn mötuneytis vinna eftir reglum og stöðlum frá Lýðheilsustöð.

Sérstakar reglur verður að setja um notkun annarra en starfsmanna skólans.

  

  1. 6.      Bókasafn

 

Bókasafnið er bjart og uppfyllir skilyrði um góða vinnuaðstöðu. Hávaði er undir viðmiðunarmörkum. Þar eru tölvur sem nemendur geta notað við verkefnavinnu. Inn af bókasafnsrýminu er bókalager og bókageymsla. Þar er brattur stigi upp á loft yfir hluta geymslunnar. Þar verður að sýna aðgát og nemendur eiga ekki að fara þar upp. Erfitt er að lofta út og aðeins einn örsmár gluggi er í geymslurýminu.

  

  1. 7.      Stjórnunarálma (A-álma)

 

Stjórnunarálma skólans flokkast sem miðrými skólans. Undir þetta svæði flokkast salur, skrifstofur, kaffistofa og vinnuherbergi starfsmanna. Þessi hluti skólahúsnæðisins er á einni hæð, bjartur og aðgengilegur. Stjórnendur og almennir starfsmenn eru að jafnaði rúmlega tíu talsins. Öryggis starfsmanna er gætt í hvívetna. Starfsmönnum stafar ekki hætta af umhverfi sínu eða starfsvettvangi.

 

Skólaárin 2021-2024 fer kennsla fyrir 9. bekk fram í húsnæði sem áður hýsti kaffistofur og vinnusvæði kennara í stjórnunarálmu. Fjöldi nemenda er um 70 talsins.

Öryggis starfsmanna er gætt í hvívetna. Starfsmönnum stafar ekki hætta af umhverfi sínu eða starfsvettvangi.

Kennarar geta unnið í sínum kennslustofum að kennslu lokinni. Tölva er í hverri kennslustofu og prentari á kaffistofu. Kennarar hafa stillanlega stóla til umráða og kennaraborð eru upphækkanleg. Gott aðgengi er að síma.

Starfsmenn hafa auk þess aðgang að tölvum, prentara og ljósritunarvél.

Skólaliðar geyma ræstingarvörur í sérherbergi. Ræstingarvörur er merktar með varúðarmerkjum þar sem við á. Upplýsinga- og öryggisblöð eru á íslensku. Ræsting fer fram daglega á skólatíma.

  

  1. 8.      Eyjan – lausar kennslustofur

 

Lausar kennslustofur eru austan megin við aðalbyggingu Grundaskóla. Þar er kennsluhúsnæði fyrir 4. og 5. bekk skólans eða alls sjö kennslustofur auk ganga og sameiginlegs rýmis.

Á þessu svæði eru sex bekkjardeildir og á bilinu og ríflega 150 nemendur auk starfsmanna. Alls eru 8-10 starfsmenn sem vinna jafnan á svæðinu. Öryggis starfsmanna og nemenda er gætt í hvívetna. Starfsmönnum stafar ekki hætta af umhverfi sínu eða starfsvettvangi.

Kennarar er kenna í Eyju geta unnið í sínum kennslustofum að kennslu lokinni. Tölva er í hverri kaffistofu og prentari á kennarastofu. Kennarar hafa stillanlega stóla til umráða og kennaraborð eru upphækkanleg. Gott aðgengi er að síma.

Starfsmenn hafa auk þess aðgang að tölvum, prentara og ljósritunarvél í stjórnunarálmu. Skipulag starfshátta gerir ráð fyrir að nemendur geti nýtt ganga sem námssvæði.

Skólaliðar geyma ræstingarvörur í sérherbergi. Ræstingarvörur er merktar með varúðarmerkjum þar sem við á. Upplýsinga- og öryggisblöð eru á íslensku. Ræsting fer fram daglega á skólatíma og einnig í lok dags.

  

  1. 9.      Kennsluhúsnæði á Jaðarsbökkum

 

Kennsla í skólaíþróttum fer fram í Íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum. Þetta varðar kennslu í leikfimi og sundi.

Allir nemendur skólans sækja kennslu í skólaíþróttum og fara a.m.k. tvívegis í hverri viku í íþróttir eða sund. Yngstu nemendum skólans er kennt sund að vori með mánaðar námskeiðshaldi. Alls eru fimm starfsmenn sem vinna á svæðinu að öllu jöfnu. Öryggis starfsmanna og nemenda er gætt í hvívetna. Starfsmönnum stafar ekki hætta af umhverfi sínu eða starfsvettvangi.

 Kennarar er kenna á Jaðarsbökkum geta unnið í sérstakri vinnuaðstöðu að lokinni kennslu. Aðbúnaður er góður og allt til alls. Tölvur eru fyrir kennara og prentari. Kennarar hafa stillanlega stóla til umráða og hentug vinnuborð. Gott aðgengi er að síma.

 

Starfsmenn hafa auk þess aðgang að tölvum, prentara og ljósritunarvél í stjórnunarálmu.

 

Ræsting fer fram daglega á skólatíma og einnig í lok dags. Umsjón með ræstingu og varðveislu ræstingarefna og véla er í höndum starfsmanna íþróttamiðstöðvarinnar.

  

  1. 10.  Leiguhúsnæði (FVA)

 

Skólaárið 2021-2022 leigir Grundaskóli kennsluaðstöðu af Fjölbrautaskóla Vesturlands vegna kennslu fyrir 10. bekk skólans. Alls er um þrjár kennslustofur að ræða auk ganga og félagsrýmis.

 Alls starfa að jafnaði um fimm starfsmenn á þessari starfsstöð.

Kennarar er kenna á Jaðarsbökkum geta unnið í sérstakri vinnuaðstöðu að lokinni kennslu. Aðbúnaður er góður og allt til alls. Tölvur eru fyrir kennara og prentari. Kennarar hafa stillanlega stóla til umráða og hentug vinnuborð. Gott aðgengi er að síma.

Starfsmenn hafa auk þess aðgang að tölvum, prentara og ljósritunarvél á skrifstofu FVA.

Ræsting fer fram daglega á skólatíma og einnig í lok dags.

  

  1. 11.  Öryggisáætlun vegna eldsvoða

 

Öryggisáætlun og rýmingaráætlun eru til vegna hugsanlegs eldsvoða í skólahúsnæðinu. Starfsmönnum er kynnt hvað gera skal ef brunavarnarkerfi fer í gang. Starfsmenn í stjórnunarálmu gegna lykilhlutverki í þessu samhengi. Þeir fara að brunatöflu og sjá hvar kerfið fór í gang og athuga hvort um eld er að ræða. Þeir gera síðan ráðstafanir í samræmi við aðstæður. Brunavarnakerfið er tengt Öryggismiðstöð og ber að hafa samband við þá aðila ef kerfið fer í gang.

 

Hvað skal gera ef brunavarnakerfið fer í gang:

Hver kennari safnar námshópi sínum saman og merkir við.

Þegar skipun kemur eða bjöllukerfið fer í gang að nýju skal rýma húsið, sjá merkingar og rýmingarleið í hverri kennslustofu fyrir sig.

Fyrstur fer sá bekkur/hópur sem á lengst að útgönguleið. Í öllum tilvikum skal kennari fylgja hópnum.

Kennarar safna bekknum/hópnum saman á fyrirfram ákveðinn stað á skólalóðinni. Kennarar merkja við til að fullvissa sig um að allir séu komnir út og geri ráðstafanir ef svo er ekki.

 

(Sjá nánar leiðbeiningarskjal í kennslustofum um rýmingu.)

  

  1. 12.  Námskeiðshald, þjálfun og eftirlit

 

Skólastjórn Grundaskóla skipuleggur árlega endurmenntun og þjálfun starfsmanna. Það skipulag nær m.a til eftirfarandi þátta:

 

  • Sundkennarar uppfylli reglur um endurmenntun og endurnýjun réttinda.
  • Braunaæfingar séu haldnar a.m.k. einu sinni til tvisvar á ári í samstarfi við Slökkvilið Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar.
  • Árlega sé boðið upp á námskeið í skyndihjálp og reglubundið upp á námskeið í sálrænni skyndihjálp.
  • Reglubundið sé boðið upp á námskeið um heilsuvernd og heilsueflingu.
  • Reglubundið sé haft samráð við trúnaðarmenn og öryggistrúnaðarmenn varðandi öryggisatriði er koma upp og úrlausnir sem gripið er til í framhaldinu.
  • Haldin er nákvæm slysaskráning á skólatíma.
  • Jafnréttisáætlun sé í virku ferli og árangur metinn sem hluti af gæðamati skólans
  • Nákvæmlega er haldið utan um tilkynningar um einelti eða áreitni af hvaða tagi sem er og innan skólans starfar sérstakt eineltisteymi sem fylgir slíkum málum eftir í samræmi við sett verklag.
  • Grundaskóli stendur að jafnlaunaáætlun bæjarfélagsins og reglubundið er fylgst með að áætlunin standist settar kröfur.
  • O.fl.

  

Eftirlit og eftirfylgd Grundaskóla varðar m.a. eftirfarandi þætti:

 

  • Í innra gæðamati er fylgt eftir ábendingum er varða öryggis- og heilbrigðismál (sjá gæðamat).
  • Heilbrigðiseftirlit Vesturlands framkvæmir reglubundið eftirlit og er brugðist við ábendingum í samstarfi við framkvæmdasvið Akraneskaupstaðar. (Sjá ábendingar og athugasemdir).
  • Eldvarnareftirlitsfulltrúi fylgir eldvörnum eftir og framkvæmir reglubundið úttektir í húsnæði skólans. Fulltrúar skólans bregðast við ábendingum í samstarfi við framkvæmdasvið Akraneskaupstaðar. (Sjá ábendingar og athugasemdir).
  • Vel er haldið utan um slysaskráningu og öll alvarleg slys tilkynnt til vinnueftirlits og tryggingarfélags.
  • Grundaskóli er heilsueflandi grunnskóli og í skólanum starfar sérstakt teymi starfsmanna sem fylgir verkefninu eftir og vinnur í samstarfi við ÍSÍ og Akraneskaupstað að heilsueflingu nemenda og starfsmanna.
  • O.fl.

  

Grundaskóli ágúst 2021

sas