Vorskemmtun í 6. bekk 2024

Fimmtudaginn 23. maí buðu nemendur 6. bekkjar foreldrum sínum og forráðamönnum á vorskemmtun á sal skólans.

Þar stigu nemendur á svið og dönsuðu nokkra dansa sem þau höfðu æft fyrir skemmtunina og kynntu eitt af verkefnum skólaársins sem var um Norðurlöndin. Því næst fóru nemendur ásamt gestum sínum í ratleik um skólann þar sem þeir áttu að finna og svara spurningum um Norðurlöndin. Nemendur höfðu búið til bækur um efnið sem voru einnig til sýnis. Foreldrafulltrúar buðu svo hópnum upp á pylsur og djús í lok skemmtunar.

Vel lukkaður viðburður og alltaf jafn gaman að fá foreldra í heimsókn inn í skólann að skoða afrakstur vinnu vetrarins.