Mat á skólastarfi

Matstæki um þróun og gæði skólastarfs

Í anda hugmynda um einstaklingsmiðað nám, lýðræðislegt og nemendamiðað skólastarf og lærdómssamfélag.

 

Matstæki um þróun skólastarfs í Grundaskóla - Bakgrunnur


Samkvæmt lögum og reglum þarf hver skólastofnun að móta sér ákveðið faglegt innra gæðamatskerfi. Hver skólastofnun þarf að hafa formlegt matstæki sem lagt er til grundvallar við eftirlit og mat á gæðum starfsins. Meðfylgjandi matskerfi sem lagt er til grundvallar í Grundaskóla 2018-2021 er byggt á vinnu Menntasviðs Reykjavíkurborgar og Rannsóknarstofu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands um þróun skólastarfs.

Hér er byggt á niðurstöðum rannsókna á skólastarfi, auk þess sem stuðst var við reynslu af ytra mati á grunnskólum Akraneskaupstaðar, Reykjavíkurborgar og fleiri sveitarfélaga. Matskerfið er lifandi plagg og tekur breytingum með hliðsjón af umræðu í skólasamfélaginu, opinberum kröfum og skólasýn.

Uppbygging kerfisins er þannig að í grunninn sex þáttum í skólastarfinu er lýst á fimm stiga kvarða. Þessir þættir eru: Skipulag og stjórnun, Stefnumörkun, innra mat og starfsþróun, Námsumhverfi, nemendur, kennarar og annað starfsfólk, Foreldrar og grendarsamfélag.

    • Á 1. stigi má segja að lýst sé skólastarfi hér á landi eins og það var frá upphafi almenningsskóla í þéttbýli og fram eftir 20. öldinni.
    • Á 5. stigi er dregin upp framtíðarsýn um skólastarf miðað við hugmyndir um einstaklingsmiðað nám og samvinnu nemenda (individualised learning, cooperative learning), lýðræðislegt skólastarf (learning in democracy) og lærdómssamfélag (learning community).
    • Stigunum þar á milli er ætlað að lýsa þróuninni og því sem stefnt er að í starfi okkar í Grundaskóla.

 

Skilgreiningar á einstaklingsmiðuðu námi í bókinni Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21. aldar voru hafðar að leiðarljósi. Nám í þeim anda felur m.a. í sér (bls. 323):

„ólík viðfangsefni nemenda eftir stöðu og áhuga í náminu, gjarnan innan sama þema; sjálfstæði, valmöguleika og áhrif og ábyrgð á framgangi námsins; skipulagða samvinnu nemenda; nýtingu upplýsingatækni og loks einstaklingsáætlanir sem nemendur gera í samvinnu við kennara og foreldra og byggðar eru á upplýsingum um framvindu námsins, meðal annars úr stöðugu mati kennara, nemandans og foreldra. Þannig er hugtakið einstaklingsmiðað nám því einskonar samnefnari fyrir margvíslegar hugmyndir sem eru af ólíkum rótum runnar. Skilgreiningin felur í sér höfuðáherslu á að ... laga nám að stöðu ... hvers og eins ... (sbr. Lög um grunnskóla frá 2008). Jafnframt tengist hún hugtökum eins og nemendastýringu og sjálfræði nemenda (Deci og Ryan, 1987; Thanasoulas, 2000), valdeflingu (Harvey og Burrows, 1992) eða að taka tillit til radda nemenda um námið sem vísar til möguleika þeirra á að hafa áhrif á eigið nám (Fielding, 2006; Rudduck, 2003) ... En ekki síst felur hún í sér áherslu á lýðræðisleg vinnubrögð (Wolfgang Edelstein, 2008) sem bæði taka til samvinnu nemenda og áhrifa þeirra á nám sitt.“

 

Markmið okkar er að efla á jöfnuð, mannréttindi og lýðræði í skóla- og frístundastarfi og að börn og ungmenni séu virkir þátttakendur í ákvörðunum um eigið nám og starf.

Eins og fram kemur er matstækið unnið af starfshópi á vegum Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs, Menntavísindasviði Háskóla Íslands, og Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Það er síðan aðlagað að starfsháttum í Grundaskóla og þeim áherslum sem skólinn leggur í starfi sínu. Við aðlögun er einnig litið til matskerfis Menntamálstofnunar og þeirra hugmynda sem menntamálayfirvöld hafa lagt fram tengt ytra mati í skólastofnunum árið 2018.

 

Heimildir: Matstæki um þróun skólastarfs 2005/20016 Reykjavíkurborg og HÍ Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs, Skólastefna og samþykktir  Akraneskaupstaðar, Deci, E. L. og Ryan, R. M. (1987). The support of autonomy and the control of behavior. Journal of Personality and Social Psychology, 53(6), 1024–1037. Fielding, M. (2006). Leadership, radical student engagement and the necessity of person-centered education. International Journal of Leadership in Education, 9(4), 299–313. Gerður G. Óskarsdóttir (ritstjóri) (2014). Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21. aldar. Reykjavík: Háskólaútgáfan. Harvey, L. og Burrows, A. (1992). Empowering students. The New Academic, 1(3), 1–3. Lög um grunnskóla nr. 91/2008. Rudduck, J. (2003). Pupil voice and citizenship education: A report for the QCA Citizenship and PSHE team. Cambridge: University of Cambridge. Thanasoulas, D. (2000). What is learner autonomy and how can it be fostered? The Internet TESL Journal, 6(11). Sótt af http://iteslj.org/Articles/Thanasoulas-Autonomy.html Wolfgang Edelstein. (2008). Hvað geta skólar gert til að efla lýðræði? Hæfni og færni í draumalandi. Í Dóra S. Bjarnason, Guðmundur Hálfdanarson, Helgi Skúli Kjartansson, Jón Torfi Jónasson og Ólöf Garðarsdóttir (ritstjórar), Menntaspor. Rit til heiðurs Lofti Guttormssyni sjötugum 5. apríl 2008 (bls. 65–78). Reykjavík: Sögufélag. 1. SKIPULAG OG STJÓRNUN 1. stig 2. stig 3. stig 4

 

Matsyfirlitsblað 2018-2022


Matssáætlun Grundaskóla 2017-2021

Nánar um fyrirkomulag mats í Grundaskóla


Matsskipulag í Grundaskóla

Framkvæmdamat í Grundaskóla 2018 uppfært 6.2

Ytra mat grunnskóla - Grundaskóli 2019