Vordagar í 1. bekk 2023

Það var líf og fjör á vordögum hjá okkur í 1. bekk þar sem 60 nemendur breyttust í hinar ýmsu útgáfur af sjóræningjum.

Við byrjuðum á því að fara á Langasand þar sem við fundum flöskuskeyti sem reyndist vera frá sjóræningjanum Kobba kló og þá var ekki aftur snúið. Börnin  voru mjög spennt yfir þessu öllu saman og bjuggu til sjóræningjabúninga, kort, sjónauka, krók og allt sem sannur sjóræningi þarf að eiga. Það var farið í salinn að dansa og í íþróttahúsið í leiki.  Síðasta daginn var svo haldið upp í skógrækt,  settar niður kartöflur, farið í ratleiki, útileiki og fleira. 

Góður endir á skemmtilegu skólaári.

Njótið sumarsins