Vináttuverkefni í 1. bekk

Börnin í 1.bekk fara öll í gegnum vináttuverkefni Barnaheilla nú á vorönn.

Vináttuverkefnið felst í því að fyrirbyggja einelti með því að móta góðan skólabrag, eiga góð samskipti, efla félagsfærni og hafa jákvæð viðhorf til allra í hópnum. Hugmyndafræðin endurspeglast í fjórum gildum.

Það eru umburðarlyndi, virðing, umhyggja og hugrekki. Hvatt er til samtala og leikja með börnunum sem byggja á gildum verkefnisins, hlustun, umræðu og tjáningu í gegnum leik. Áhersla er einnig lögð á að börnin þekki tilfinningar sínar, að þau viti að þær eigi allar rétt á sér og þau læri að bregðast við þeim á viðeigandi hátt.  

Helena þroskaþjálfi heldur utan um verkefnið.