Við vekjum athygli á áhugaverðri heimasíðu, „sérkennsluvefurinn.“

Hugmyndabankar geta reynst öllum vel og víða liggja frábærar heimasíður eða upplýsingar sem geta stutt kennara og foreldra í uppeldishlutverkinu. Einn af þessum er sérkennsluvefurinn.

Síðan er ætluð til þess að vera kennurum, foreldrum og nemendum innan handar þegar unnið er með upplýsingatækni við nám. Ætlunin er að safna smáforritum, forritum, heimasíðum og verkfærum og þannig gera þeim sem koma að kennslu eða stuðningi við nemendur auðveldara að nálgast þá upplýsingatækni sem er verið að nota til stuðnings- og sérkennslu.

Hér má kynna sér vefinn betur.