Úrslitaþáttur Idolsins í Bíóhöllinni.

Akraneskaupstaður og Bíóhöllin á Akranesi hafa í samvinnu við Stöð 2 ákveðið að sýna frá úrslitaþætti Idolsins í Bíóhöllinni.
Skaginn á tvo glæsilega fulltrúa í keppninni þau Björgvin Þór og Jónu Margréti og því kjörið tækifæri til þess að slá upp alvöru Idol partýi þar sem skagafólk á öllum aldri kemur saman og fagnar frambærilega tónlistarfólkinu sem þarna keppir um Idolstjörnu titilinn!
 
Húsið opnar 18:30 og bein útsending hefst á slaginu 19:00.
Hlökkum til að sjá sem allra flest í höllinni.

Frítt inn!