Upplestrarkeppni 7. bekkjar

Nemendur í 7. bekk hafa æft sig í upplestri í vetur og í síðustu viku var haldin keppni innan skólans. Árný Lea Grímsdóttir, Heiðdís Tinna Daðadóttir,  Hekla Dís Hilmarsdóttir, Lilja Fanney Ársælsdóttir, Styrmir Gíslason og Þóra Guðmundsdóttir unnu keppnina. Við óskum þeim til hamingju.

Þau munu keppa í upplestrarkeppni grunnskólanna á Akranesi fimmtudaginn 23. mars kl. 19:30 í Tónbergi. Julia Von Káradóttir mun lesa á sínu móðurmáli, pólsku.

Vonandi sjáum við sem flesta foreldra og forráðamenn.