Upplestrarkeppni 2024

Undanfarið hafa nemendur í 7. bekk æft sig af kappi fyrir Upplestrarkeppni grunnskólanna.

Nemendur æfa sig í að koma upp og lesa texta úr bók og ljóð. Í síðustu viku fór bekkjarkeppnin fram en þá voru 20 nemendur úr árganginum valdir til að fara í umferð 2, sem haldin er á sal skólans.

 Í dag var keppnin á sal síðan haldin og var um mjög harða keppni að ræða. Dómarar dagsins, Íris Aðalsteinsdóttir, Laufey Karlsdóttir og Örn Arnarson, voru sammála um að allir keppendur hefðu staðið sig mjög vel og erfitt hafi verið að velja þá sex sem komust áfram. Góður raddstyrkur, góð líkamsstaða og mjög vel æfður flutningur hafi einkennt keppni dagsins.

Þeir nemendur sem komust áfram í lokakeppnina, sem fer fram í Tónbergi 13. mars eru:

  • Álfheiður Magnúsdóttir
  • Daníel Rafnar Þórólfsson
  • Halldór Emil Unnarsson
  • Jörundur Óli Arnarsson
  • Lilja Sól Ástþórsdóttir
  • Ólöf Oddný Jansen.

Þessir nemendur verða því fulltrúar Grundaskóla í Tónbergi og óskum við þeim til hamingju með árangurinn, sem og öllum nemendum í 7. bekk sem stóðu sig vel í þessu verkefni.