Uppeldi til ábyrgðar

„Uppeldi til ábyrgðar” er skólastefna Grundaskóla

Grundaskóli hefur til fjölda ára fylgt uppeldisstefnu sem nefnd er Uppeldi til ábyrgðar eða Uppbyggingarstefnan.

Lykil spurning stefnunnar er hvernig manneskja viltu vera?

Gengið er út frá því að þú sért við stjórnvölinn á eigin hegðun og þó við gerum öll mistök er mikilvægt að læra af þeim. Við forðumst ásakanir, afsakanir, skammir, tuð og uppgjöf og segjum JÁ eins oft og við getum.

Það er alltaf hægt að segja já en stundum þarf þó að setja skilyrði í framhaldi, já þegar við erum búin að þessu eða þegar þú ert orðinn x gamall og svo framvegis. Reynsla okkar af stefnunni síðastu ár hefur verið góð og við hlökkum til að fara aftur yfir hlutverk hvers og eins með nemendum, skilgreina þarfir okkar og gera bekkjarsáttmála.

Nánar má lesa um stefnuna á www.uppbygging.is 

Í Grundaskóla erum við ekki með eiginlegar skólareglur en fari nemendur yfir skilgreind skýr mörk er gripið inn í og nemendum er þá vísað til skólastjórnanda sem ákveður næstu skref. Foreldrar eru boðaðir til fundar með nemendum og áætlun gerð um það sem betur má fara. Það má segja að skólareglur okkar gangi út á að hver og einn komi fram við aðra eins og viðkomandi vill að komið sé fram við sig.
Sýnum samferðarmönnum okkar traust og virðingu og vinnu saman sem ein sterk heild.

Grundaskóli er OKKAR.