Um fyrirkomulag skólastarfs til og með 1. desember

 

Um fyrirkomulag skólastarfs til og með 1. desember

Eins og allir vita hafa heilbrigðisyfirvöld framlengt reglur um sóttvarnir fram yfir næstu mánaðamót. Litlar breytingar eru fyrirhugaðar fyrir skóla fyrir utan það að aðeins er opnað á íþrótta og sundkennslu. Íþróttakennarar eru að huga að því skipulagi en þar liggur beinast við að íþróttir yngstu bekkja komi inn en skert kennsla verði áfram hjá 5.-10. bekk. Þá mun hefðbundin sundkennsla ekki hefjast fyrr en eftir mánaðamót.

Íþróttakennarar munu nú setja upp töflu fyrir íþróttahúsið varðandi notkun fyrir yngstu bekkina. Þegar hún liggur fyrir geta eldri bekkir og teymi skoðað hvort og þá hvernig þeir geta bætt íþróttum betur inn í sitt skipulag.

Skólastjórn hefur fundað um Malaví-verkefnið okkar sem tímasett var 26. nóvember. Nú er ljóst að við getum alls ekki tekið á móti hundruðum gesta í skólann og ekki haldið s.k. Malavídag vegna sóttvarnareglna.  Í morgun var ákveðið að fresta þessum góðgerðardegi og ljóst að hann verður ekki haldinn fyrir áramót. Við munum skoða framhaldið í ljósi samfélagsaðstæðna þegar frekari fréttir og upplýsingar liggja fyrir.

Nú er gert ráð fyrir að skipulag verði óbreytt fram yfir næstu mánaðamót. Við höldum sömu teymum og tímasetningum. Í heildina hefur þetta skipulag gefist vel þó eflaust séu einhverjir hnökrar eins og gengur og gerist. Velgengnina má helst þakka góðu samstarfi og því að fólk er tilbúið til að finna lausnir á þeim vandamálum er koma upp.

Til að rifja upp skipulagið þá mæta nemendur í 1.-4. bekk kl 8 alla morgna en nemendur í 5.-10. bekk eins og taflan hér á eftir segir: