Við í 2. bekk fórum í sveitaferð í Miðdal í Kjós og skemmtum okkur konunglega!
Þar sáum við öll helstu íslensku húsdýrin og fengum að umgangast þau og klappa að vild og þeir sem vildu fengu að halda á lömbum og kettlingum
🐱🐏.
Við lékum okkur líka úti og róluðum okkur á belg yfir heyinu í hlöðunni - þvílíkt stuð 😀
Tókum með okkur pylsur og svala en þar að auki bauð sveitabærinn upp á ískalda mjólk.
Frábær dagur og við þökkum Miðdal kærlega fyrir að taka svona vel á móti okkur!
Espigrund 1 | Opnunartími skrifstofu: |
Sími: 433 1400 | Mánudag. til fimmtud. Kl. 7:45 til 15:30 |
Netfang: skrifstofa@grundaskoli.is | Föstudaga til 13:25 |
Starfsfólk og netföng. |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: weduc.com /433 1400 / skrifstofa@grundaskoli.is