Stóri hóllinn tekinn

Margir bæjarbúar hafa rekið upp stór augu þegar þeir sáu stórvirkar vinnuvélar vinna við að moka stóra hólnum upp og flytja í burtu.

Hóllinn sem hefur verið eitt af einkennismerkjum á skólalóð Grundaskóla og fjölmargir hafa leikið sér sjálfir á eða með börnum sínum í gegnum árin. Hóllinn víkur nú fyrir nýrri viðbyggingu við skólann. Við getum þó létt á áhyggjum margra aðila með að upplýsa að stóri hóllinn kemur aftur en fer á nýjan stað.

Börn sem fullorðnir eiga því að geta mætt með snjóþotur og sleða á skólalóð Grundaskóla í framtíðinni og skemmt sér saman með fjölbreyttri útiveru.