Sóttvarnareglur komu í veg fyrir Reykjaskólaferð

7. bekkingar í Grundaskóla komust ekki í fyrirhugaða árlega Reykjaskólaferð eins og áformað var að fara í dag. Ástæðan eru gildandi sóttvarnareglur sem setja takmörk varðandi fjölda nemenda og starfsmanna á einum stað. Fjöldatakmörkin eru 50 nemendur og því situr okkar fólk enn heima og getur ekki farið. Nemendur í Brekkubæjarskóla, sem áttu að vera samferðarmenn, eru töluvert færri og héldu af stað norður í morgun.

Þessi niðurstaða er okkar fólki að sjálfsögðu mikil vonbrigði en ekki verður við ráðið að þessu sinni. Reglurnar eru skýrar og við fylgjum þeim.

Við munum leita nýrra lausna ... „koma tímar koma ráð.“