Söngleikurinn Úlfur úlfur á YouTube

Söngleikurinn Úlfur úlfur hefur nú verið gerður aðgengilegur á YouTube rás Grundaskóla.

Hinn nýútskrifaði árgangur 2008 setti sýninguna upp síðastliðinn vetur undir stjórn Einars Viðarssonar. Alls voru sýningarnar 11 talsins og var uppselt á þær allar. Höfundar söngleiksins eru þeir Einar Viðarsson, Flosi Einarsson og Gunnar Sturla Hervarsson.

Hér má nálgast leikskrá söngleiksins þar sem m.a. er hægt að fletta upp hlutverkum leikhóps og aðstandenda sýningarinnar.