Skólasetning Grundaskóla 2023 - 2024

Í morgun fór skólasetning fram á sal skólans þegar um 700 nemendur stigu inn í Grundaskóla ásamt fjölda foreldra og forráðamanna.

Eftir stutta athöfn á sal héldu nemendur í sínar bekkjarstofur og funduðu með sínum umsjónarkennurum. Það var bjart yfir fólki og allir klárir í spennandi og skemmtilegan námsvetur.

Meðfylgjandi eru myndir af skólasetningu, m.a. 1. bekkingum sem voru sérlega spenntir fyrir komandi vetri (Hver man ekki eftir því að vera nýnemi og byrja í grunnskóla?)

Við bjóðum nýja og gamla nemendur velkomna og hlökkum til samstarfs við bæði börn og foreldra.

Grundaskóli er OKKAR 😊