Skólakór Grundaskóla

Það er mikið um að vera hjá Skólakórnum okkar þessa dagana. Nú eru krakkarnir að leggja lokahönd á tónleikadagskrá sem verður flutt í Tónbergi miðvikudaginn 12. maí. Gestur á tónleikunum er engin önnur en söngkonan Salka Sól, en hún heimsótti kórfélaga hingað í skólann nú í vetur. Vegna samkomutakmarkana er nú þegar uppselt á tónleikana í forsölu, en lögin verða tekin upp á myndband svo sem flestir geti notið tónlistarinnar.