Sjónrænt skipulag

Vekjum athygli á áhugaverðum fundi fyrir foreldra og forráðamenn
 
Er erfitt að fá barnið til að fylgja fyrirmælum og skapa ramma og rútínu?
 
Börn með ADHD eiga iðulega erfitt með að skilja og fylgja eftir munnlegum fyrirmælum en hafa þess í stað sjónræna styrkleika. Þegar þjálfa á daglegar venjur og fá barnið til að fylgja þeim getur sjónrænt skipulag komið að góðum notum.
 
Fundurinn verður haldinn þann 18. október í Samfylkingarsalnum, Stillholti 16-18 og hefst klukkan 20:00.