Rannsókn á loftgæðum

Rannsóknum á loftgæðum í skólahúsnæði Grundaskóla er að mestu lokið. Um 80 sýni voru tekin í skólanum og send til Náttúrufræðistofnunar. Það voru sérfræðingar frá VERKÍS verkfræðistofu sem sáu um úttektina og var sú framkvæmd fagmannleg í alla staði. Sérfræðingarnir voru í nokkra daga við rannsóknir og skoðuðu allt húsnæði skólans hátt og lágt. Veggir voru opnaðir, loftplötur teknar niður, sýnishorn tekin úr gólfdúkum o.s.frv.

Við bíðum nú eftir niðurstöðum úr ræktun sýna og skýrslu sérfræðinga eftir þessa umfangsmiklu skoðun. Um leið og hún liggur fyrir verður ákveðið með næstu skref og upplýst um til hvaða ráða á og þarf að grípa að hálfu framkvæmdasviðs Akraneskaupstaðar. Ræktun sýna tekur sinn tíma og er niðurstöðu ekki að vænta fyrr en í næstu viku. 

Með kveðju,

Skólastjórn Grundaskóla