Nýsköpunarkeppni Grunnskólanna – Fulltrúi Grundaskóla

Nemendum í 6.bekk gafst kostur á að taka þátt í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2022.

Margir nemendur í Grundaskóla tóku þátt og voru hugmyndirnar eins og fyrr einstaklega fjölbreyttar og skemmtilegar.

Í keppnina sjálfa bárust mikið magn af umsóknum víðs vegar af landinu. Einungis 25 umsóknir komust þó áfram í úrslit.  Ein þeirra var hugmyndin hennar Þóru Guðmundsdóttur í Grundaskóla. Hugmyndin hennar heitir Táknmálatækið og er app sem þýðir talað mál yfir á táknmál. Aldeilis frumleg og hjálpleg hugmynd hér á ferð. 

Þann 19.-20.maí tekur Þóra þátt í vinnusmiðju á vegum NKG og fær þar tækifæri til þess að vinna að hugmynd sinni ásamt þeim sem komust í úrslit. Laugardaginn 21.maí verður lokahóf og úrslitastund.

Við í Grundaskóla óskum Þóru til hamingju með árangurinn og gangi þér vel í keppninni!