Ný og fullkomin sýningarljós tekin í notkun í Grundaskóla

Í vikunni lauk uppsetningu og frágangi á nýjum og fullkomnum ljósabúnaði í sal Grundaskóla. Nýju ljósin munu auka möguleika og auðvelda uppsetningu á listviðburðum í skólanum. Þetta á ekki síst við uppsetningu á leikverkum og tónlistarviðburðum. Nýju ljósin eru sýningarljós af fullkomnustu gerð líkt og finnast í atvinnuleikhúsum.
 
Þetta er stór fjárfesting en margir velunnarar Grundaskóla standa að baki þessari framkvæmd. Við þökkum öllum er komu að þessu verkefni fyrir veglegan stuðning og góða vinnu.
 
Nýju sýningarljósin voru vígð á frumsýningu á verkinu Galdrakarlinn í Oz í uppsetningu leiklistarvals Grundaskóla. Margar spennandi leik- og listasýningar eru framundan í Grundaskóla og þar mun þessi búnaður koma sannanlega að góðum notum.
 
Grundaskóli er OKKAR - Við sækjum fram á öllum sviðum