Nemendur Grundaskóla á Barnaþingi

Þessa dagana eru fulltrúar frá Grundaskóla á Barnþinginu sem haldið er í Hörpunni. Barnaþingið er ætlað að efla börn til þátttöku í lýðræðislegri umræðu um málefni sem snerta þau og veita sjónarmiðum þeirra farveg inn í almenna stefnumótun og þjóðfélagsumræðu.

Við erum afar stolt af okkar nemendum en þeir eru Emilía Kristín Guðjónsdóttir í 10. bekk, Alexander Almarsson í 9. bekk og Halldór Emil Unnarsson í 7. bekk.