Munum að merkja föt og muni

Við hvetjum foreldra til að merkja föt barna sinna og aðrar eigur. Ef hlutirnir eru merktir munu þeir skila sér aftur heim. Við sem störfum í Grundaskóla vinnum saman að koma hlutum til réttra eigenda og fyrirbyggja að óskilamunir safnist upp. Þrátt fyrir að skólinn sé rétt byrjaður eru óskilamunir farnir að hlaðast upp á stigunum og í íþróttahúsi. Ef allir leggjast á eitt gengur þetta allt betur og við förum betur með bæði fjármuni og umhverfið okkar.