Málverk af Gutta afhjúpað á Alþingi

Málverk af Guðbjarti Hannessyni (Gutta), fyrrverandi forseta Alþingis og skólastjóra Grundaskóla, var afhjúpað í Skála Alþingishússins í gær að viðstöddum forseta Alþingis, fjölskyldu, vinum og samstarfsfólki Guðbjarts úr Samfylkingunni, og fleiri gestum.

Stephen Lárus Stephen listmálari málaði myndina og verður henni komið fyrir í efrideildarsal.

Guðbjartur var alþingismaður Norðvesturkjördæmis frá árinu 2007 þar til hann lést, 23. október 2015. Hann var þingmaður fyrir Samfylkinguna. Guðbjartur Hannesson var forseti Alþingis árið 2009, var félags- og tryggingamálaráðherra og heilbrigðisráðherra 2010 og velferðarráðherra 2011–2013.

Guðbjartur eða bara Gutti eins og hann var jafnan kallaður af nemendum og samstarfsmönnum var fyrsti skólastjóri Grundaskóla árið 1981 og fylgdi skólanum eftir allt til 2015 er hann féll frá. Við í Grundaskóla fögnum því að þessum hæfileikaríka skólamanni, bæjarfulltrúa, þingmanni og ráðherra sé sýnd þessi virðing á Alþingi Íslendinga.

Hér fyrir neðan má sjá slóð á heimasíðu Alþingis.