Málað á steina.

Í smiðjutímum liðna daga hafa nemendur í 2.bekk verið að búa til listaverk úr fjörugrjóti.

Í fyrsta tíma fór hópurinn á Langasand og fann slétta steina sem hafið hafði séð um að koma með að landi.

Eftir að búið var að þrífa og þurrka steinana voru þeir málaðir og búin til listaverk úr þeim.

Þetta finnst nemendunum mjög spennandi og gaman að nýta verðlaust hráefni úr fjörunni til að vinna með.