Líf og fjör í frímínútum unglingadeildar

Í byrjun febrúar sl. kom unglingadeild Grundaskóla aftur saman í B-álmunni eftir langa fjarveru í hinum ýmsu byggingum um allan bæ. Endurkoman hefur skapað á ný samverustundir unglinga í skólanum og frímínúturnar iða nú af lífi og miklu fjöri. Þrátt fyrir botnlausar húsnæðishrakningar gengur skólastarfið nánast snurðulaust alla daga.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á unglingasvæðinu í vikunni þar sem ungmennin okkar spila og spjalla saman í frímínútunum sínum.