Lesum saman ævintýrin 🤩

Samhliða uppsetningu á söngleiknum Úlfur, Úlfur stöndum við fyrir lestrarátaki í Grundaskóla. Daglega fara fram kynningar á þekktum ævintýrasögum á bókasafninu og allir nemendur taka þátt í lestrarátaki.

Við hvetjum foreldra til að vera með og lesa skemmtilegar ævintýrabækur saman. Öll fjölskyldan getur síðan rætt um aðalpersónurnar, auka persónurnar, hvað ef þetta eða hitt hefði gerst í sögunni o.s.frv.