Klámvæðing og kynferðisofbeldi – „hversu miklu máli skiptir góð kynfræðsla?“

Í gær var skipulagsdagur í grunnskólum Akraneskaupstaðar. Að venju var dagskrá skipulagsdags nýtt vel til samráðsfunda og námskeiðshalda. Aðalerindi dagsins flutti Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar. Erindið fjallaði um klámvæðingu og kynferðisofbeldi og hversu miklu máli góð kynfræðsla fyrir börn og ungmenni skipti í forvörnum í því samhengi. Vegna sóttvarna varð að halda fyrirlesturinn rafrænt en skólafólk er orðið vant slíkum starfsháttum eftir Covid heimsfaraldur. Mikil áhugi er á að reyna að bjóða foreldrum barna upp á sambærilegan fyrirlestur því þetta efni á erindi til allra sem styðja við og vinna með börnum og ungmennum.