Janúar fréttir úr 2. bekk 2024

Fyrsta verkefni ársins í vinnu við stóru bókina, var fjölskyldan mín og ættartréð.

Við erum einnig búin að vera duglega að æfa okkur í ritun, skrift og stærðfræði.

Í byrjun janúar fór strákahópurinn í ratleik sem byrjaði við skólann og endaði upp í skógrækt. Á leiðinni þurftu þeir að finna hina ýmsu kennileiti til að fá næsti vísbendingu.

2. bekkur fékk það flotta hlutverk að teikna persónurnar úr leikritinu Úlfur úlfur sem voru síðan notaðar til að skreyta veggina við innganginn á sýningunni. Einnig kíktu svo leikararnir úr Úlfur úlfur í heimsókn.

Stelpurnar í 2. bekk fóru svo í heimsókn á byggðasafnið að Görðum, þar tók Krissa á móti okkur og fræddi okkur um lífið í gamla daga. Við höfum einnig aðeins rætt um Þorrann og Þorramatinn.

Siggi skólastjóri kíkti einnig í heimsókn til okkar til að tala um fyrirmyndir, orðspor og jákvæða leiðtoga.

Margt annað var brallað í janúar eins og meðfylgjandi myndir sýna

Kveðja

2. bekkur