Hvaðan kemur vatnið?

Þessa dagana erum við í 6. bekk að læra um vatn. 

  • Hvaðan kemur vatnið sem við fáum úr krananum og getum drukkið? 
  • Eru allir svona heppnir eins og við hvað neysluvatn varðar? 
  • Sýrustig vatns og annarra drykkja, hringrás vatns og ýmislegt fleira sem tilheyrir þessum lífsnauðsynlega drykk. 

Við sóttum okkur vatn í tjörnina í Skógræktinni og erum að rannsaka það.  Hvað gerist dag frá degi? Við fórum í gönguferð í vikunni og hittum Gissur Ágústsson hjá Orkuveitunni upp við Berjadalsá.  Gissur tók einstaklega vel á móti okkur og var fullur af fróðleik sem hann miðlaði til okkar.