Hönnunarvinna og frumkvöðlahugsun

Knex-kubbar eru afar gagnlegir þegar unnið er með margvísleg stærðfræðihugtök og frumkvöðlahugsun.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá voru 7. bekkingar algjörlega hugfangnir af verkefni dagsins. Margvísleg farartæki og mannvirki voru í byggingu. Sumt var unnið eftir teikningum en annað byggt eftir eigin hugmyndum. Í sumu var unnið með fallhraða en í öðru tilbúna mótora.

Hér skortir ekki áhuga og vilja til að læra og leika sér um leið. 😊