Hlaðvarpsgerð í 6. bekk

Nokkrir nemendur í 6.bekk vinna núna hörðum höndum að sjö nýjum hlaðvarpsþáttum sem verða birtir inná Spotify rás skólans á næstu dögum. 
Nemendur sjá um skipulagningu og uppsetningu á þáttunum, finna tónlist/hljóðbrot fyrir þættina og sjá um myndatöku fyrir Spotify. Nemendur læra einnig á upptökuforritið Audacity og eru þau öll að standa sig frábærlega vel! 

Hvetjum ykkur til að fylgjast vel með spotify rásinni okkar!🥰